Á ferð um samfélagið

VINNA OG FRAMLEIÐSLA : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 113 18. Hvernig getur vinnan haft áhrif á líf okkar? Væri eftirsóknarvert að vera svo ríkur að maður þyrfti ekki að vinna? Rökstyddu svarið. Viðfangsefni 19. Taktu fyrir eina viku í lífi þínu og skoðaðu upprunaland þeirrar vöru sem þú notar þann daginn. Hversu mikið var innlend framleiðsla og hversu mikið var innflutt? Hvað kom á óvart? 20. Í bændasamfélaginu fengu hraustir karlar hálft til heilt kúgildi í árslaun – aðrir, þar á meðal konur, fengu lítið annað en fæði og húsnæði. Leitaðu upplýsinga um hversu mikið eitt kúgildi er nú á dögum. Kannaðu einnig meðaltekjur bekkjarins út frá kyni, hvað þénuðu strákarnir og hvað þénuðu stelpurnar mikið yfir árið? Er munur á launum stráka og stelpna? 21. Fjölda barna og unglinga víða um heim er haldið í þrældómi og ánauð. Notaðu námsbækur, fræðirit og netið til að kanna málið nánar. Er hugsanlegt að einhverjum sé haldið í ánauð og þrældómi hér á landi? 22. Notaðu vefinn Globalis.is og skoðaðu lífslíkur fólks hér á landi út frá ákveðnum tímabilum. Hverjar eru lífslíkur Íslend- inga til dæmis fyrir árið 2015 eða 2020? Eru lífslíkur karla og kvenna þær sömu? Hvar eru lífslíkurnar lægstar/hæstar í heiminum? 23. Hvert er hlutverk stéttarfélaga nú á dög- um? Leitaðu upplýsinga um eitt til tvö stéttarfélög og kynntu þér þau nánar. 24. Skoðaðu töfluna um frumvinnslugreinar á bls. 109. Hvaða breytingar má lesa út úr töflunni? 25. Gerðu könnun innan bekkjarins á at- vinnu foreldra/forráðamanna nemend- anna. Hvað vinna margir við frumvinnslu – úrvinnslu og þjónustugreinar? Í hvaða flokki heldur þú að þú munir lenda þegar þú ferð á vinnumarkaðinn? 26. Veltu fyrir þér hvernig íslenskt samfélag verði eftir 10, 50 eða 100 ár? Ræddu við fólk af eldri kynslóð um hversu miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu frá því það man fyrst eftir sér. Heimildavinna 27. Framleiðsla er einn af grunnþáttum hvers samfélags. Hvað er átt við með því? Notaðu námsbækur, fræðirit og netið til að finna út hvað sé helst fram- leitt hér á Íslandi. 28. Notaðu námsbækur, fræðirit og netið til að kynna þér iðnbyltinguna og þær breytingar sem hún olli hér á Íslandi. 29. Við upphaf iðnbyltingar mynduðust þéttbýliskjarnar umhverfis verksmiðjur. Kannaðu hvernig málum var háttað hér á landi – hvað voru margir þéttbýlis- staðir hér á landi við upphaf 20. aldar? 30. Skoðaðu upplýsingar frá Hagstofu Íslands (t.d. Landshagir) og finndu út hvaða hráefni Íslendingar framleiða og hvert þeir flytja þau út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=