Á ferð um samfélagið

112 Verkefni 1. Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök: Finndu svar 2. Hvar hófst iðnbyltingin svokallaða og hvenær? 3. Hver eru mikilvægustu einkenni markaðs- samfélagins? 4. Hvernig er atvinnuskiptingu háttað í frumstæðum samfélögum? Hverjar eru helstu stöðurnar? Hvernig er verka- skipting í samfélagi Yanómama? Hvað er vinnutíminn langur hjá þeim? 5. Fjölskyldan var helsta framleiðsluein- ingin hér á landi á 19. öld. Hvað er átt við með því? 6. Hvaða örlög biðu margra vinnuhjúa sem veiktust varanlega í bændasam- félaginu? 7. Hvaða orkugjafar komu helst í kjölfar iðn- byltingar? 8. Hvers vegna þurfti fólk á fjölmiðlum að halda í kjölfar iðnbyltingar? 9. Hverjar eru helstu náttúruauðlindir Íslands? 10. Hvað er átt við með endurnýjanlegu hráefni? Nefndu dæmi um endurnýjan- legt hráefni. Umræðuefni 11. Atvinnuleysi er mikið böl – en hvaða aldurs- hópar verða einna helst fyrir því? Hvernig væri hægt að draga úr atvinnuleysi? 12. Ræðið muninn á kjörum bænda og landeig- enda annars vegar og vinnufólks hins vegar á 19. öld. Veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar hefði orðið hefðuð þið fæðst á 19. öld. 13. Á síðari árum hafa hjálparstofnanir hér á landi staðið fyrir átaki til að aðstoða börn og unglinga í þróunarlöndum. Kannaðu það nánar. Veltu því fyrir þér hvernig líf þitt hefði orðið ef þú hefðir fæðst í þróunarlandi (t.d. Indlandi, Síerra Leóne, Hondúras eða annars staðar). 14. Hvers vegna skiptu peningar fólk minna máli á 19. öld en þeir gera nú? Hversu miklum peningum eyðir þú á viku og í hvað? 15. Þrátt fyrir stöðuga fólksfjölgun í heiminum ásamt aukinni eftirspurn eftir hráefnum hefur verð á mörgum gerðum hráefna farið lækkandi. Hvernig stendur á því? 16. Hvers vegna fer starfsfólki sem vinnur við frum- og úrvinnslugreinar fækkandi? Af hverju heldur þú að mun fleiri karlar en konur vinni við úrvinnslugreinar? 17. Hver eru rökin með og á móti aukinni stóriðju hér á landi? Hver er þín skoðun á þessu máli? iðnvæðing markaðshagkerfi lífslíkur einyrki frumvinnslugreinar úrvinnslugreinar þjónustugreinar iðnþjarki stóriðja kreditkort debetkort náttúruauðlindir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=