Á ferð um samfélagið

VINNA OG FRAMLEIÐSLA : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 111 Þjónustugreinar Frum- og úrvinnslugreinar hafa verið undirstaða hagkerfa í iðnríkjum um árabil en nú hefur þjónustustörfum fjölgað hratt á kostnað framleiðslu- starfa. Langflestir hér sem og í öðrum iðnvæddum ríkjum starfa við þjónustugreinar. Í þessum hópi eru kennarar, fjölmiðlafólk, heilbrigðisstarfsmenn, fólk í stjórn- sýslustörfum, fólk í verslun og við- skiptum og svo mætti lengi telja. Hlutfall þeirra sem starfa í þjónustu- greinum nú er komið í um 76% sem þýðir að 3 af hverjum 4 hér á landi vinna í þessum geira. Áberandi er hversu miklu fleiri konur en karlar starfa við fræðslustarfsemi og í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Nær helmingi fleiri karlar en konur starfa við samgöngur og flutninga en nokkuð jafnt kynjahlutfall er í opinberri stjórnsýslu (til dæmis ráðuneytisstörf). Taflan sýnir að enn sem fyrr leitar fólk í hefðbundin störf eftir kyni. Starfsfólk í þjónustugreinum 2014 konur karlar samtals Verslun og viðgerðarþjónusta 10.100 13.100 23.200 Hótel- og veitingahúsarekstur 6.000 4.600 10.600 Samgöngur og flutningar 4.600 8.800 13.400 Fjármálaþjónusta 4.200 2.500 6.700 Fasteigna- og viðskiptaþjónusta 7.100 12.800 19.900 Opinber stjórnsýsla 3.700 3.900 7.600 Fræðslustarfsemi 17.300 4.700 22.000 Heilbrigðis- og félagsþjónusta 16.800 3.600 20.400 Önnur þjónusta og ótilgreind 6.200 6.700 12.900 Samtals 76.000 60.700 136.700 Landshagir 2015, bls. 97–98 Langflestir hér á landi starfa við svokallaðar þjónustugreinar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=