Á ferð um samfélagið

VINNA OG FRAMLEIÐSLA : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 109 Þrátt fyrir stöðuga fólksfjölgun í heiminum hefur verð á mörgum gerðum hráefna lækkað. Hráefnisframleiðendur fá stöðugt minna greitt fyrir afurð sína. Ástæðan er meðal annars sú að fundin hafa verið upp efni, svo sem plast, sem koma í stað margra hráefna. Ýmsir hafa spáð efnahagslegu hruni í heiminum og kreppu um leið og hráefni ganga til þurrðar. Þær spár hafa enn ekki ræst. Margir hafa hins vegar þungar áhyggjur af skorti á eldsneyti til matseldar og skorti á neysluvatni í fátækari ríkjum heims. konur karlar samtals Landbúnaður 1.500 2.500 4.000 Fiskveiðar 300 4.100 4.400 Samtals 1.800 6.600 8.400 Starfsfólk í frumvinnslugreinum 2014 Landshagir 2015, bls. 97 Fiskimiðin Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna erumeira en 70 prósent fiskimiða heims upp- urin eða því sem næst. Á sama tíma reiðir æ fleira fólk sig á fisk til matar- og lífsviðurværis. Komið hefur til átaka, jafnvel ofbeldis eins og í þorskastríðum Breta og Íslendinga, þegar þjóðir sem eru háðar fiskveiðum reyna að stugga við stærri þjóðum sem vilja sinn skerf af nýtanlegum fiskistofnum. Maðurinn, bls. 246 Að draga fisk úr sjó flokkast undir frumvinnslugreinar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=