Á ferð um samfélagið

108 Í öllum samfélögum fer fram einhvers konar framleiðsla – þó það sé afar mismunandi hvernig samfélögin skipuleggja framleiðsluna. Í bændasamfélaginu unnu flestir við landbúnað og sjávarútveg. Smám saman þróaðist landið og með aukinni tæknivæðingu sköpuðust fleiri gerðir starfa. Venja er að flokka atvinnugreinarnar í þrennt; frumvinnslugreinar, úrvinnslugreinar og svo þjónustugreinar. Frumvinnslugreinar Frumvinnslugreinar eru þær greinar kallaðar sem skapa hráefni, til dæmis landbúnaður og sjávarútvegur. Skógarhögg og námugröftur teljast einnig til frumvinnslugreina. Matvælaframleiðslan eins og hún var stunduð hér öldum saman myndi flokkast sem frumvinnslugrein. Árið 1880 störfuðu 78% þjóðarinnar við landbúnað og um 9% við fiskveiðar. Nú starfa tæplega 5000 manns eða 3% við landbúnað og það sama við sjávarútveg. Helstu náttúruauðlindir Íslands eru fiskistofnanir umhverfis landið og orka. Sum lönd eru rík af hráefnum en önnur ekki. Hægt er að endurnýja sum hráefni. Vatnsaflsorkan á Íslandi er endurnýjanleg. Járn og olía eru dæmi um hráefni sem eru aðeins til í takmörkuðu magni – þau eru óendurnýjanleg og munu senn verða uppurin. Frumvinnslu-, úrvinnslu og þjónustugreinar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=