Á ferð um samfélagið
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 9 Hvernig mótar þú samfélagið? Hefurðu einhvern tíma spáð í hvernig fólk hegðar sér mismunandi við ólíkar aðstæður? Tökum sem dæmi ungt barnlaust par. Það get- ur notað frítíma sinn eins og það vill, sleppt úr máltíðum og komið og farið eins og því sýnist. Um leið og parið hefur eignast barn þá breytist allt. Barnið þarfnast umhyggju, öryggis og ást- úðar og því þarf parið skyndilega að leysa mörg ný verkefni. Foreldrahlutverkið felur í sér að þarfir barnsins eru í fyrsta sæti, annað þarf að víkja. Allt krefst meiri skipulagningar en áður, foreldrarnir komast hugsanlega hvorki í bíó eða á kaffihús öðruvísi en að skipuleggja ferðina. Hefur þú nokkurn tíma velt því fyrir þér að það varst einmitt þú sem ollir mestum breyting- um í fjölskyldunni þinni? Fæðing þín átti þátt í að breyta og skapa nýjar venjur. Á sama hátt geta nýir einstaklingar breytt siðum og venjum allra samfélaga. Bekkurinn þinn er annað dæmi um sérstakt samfélag sem hefur eigin menningu eða samskiptahætti. Þú hefur áhrif á bekkjar- systkini þín og þau hafa áhrif á þig. Fæstir hugsa um að þeir séu sjálfir þátt- takendur í mótun umhverfis síns. Stundum eru áhrifin þó augljós, einkum þegar nýir ein- staklingar koma inn í vel mótað samfélag. Ný- fætt barn, nýr nemandi eða kennari í bekknum eða nýr leikmaður í íþróttaliðinu getur valdið miklum breytingum. Mörgum hættir til að gleyma að samfélögin sem þeir tilheyra eru ef til vill ekki jafn eðlileg eða sjálfsögð fyrir öllum. Við fæðingu erum við sem óskrifað blað. Hvert ár felur í sér nýjan kafla í lífsbók einstaklingsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=