Á ferð um samfélagið

VINNA OG FRAMLEIÐSLA : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 107 Í okkar samfélagsgerð er vinnumarkaður- inn mjög ólíkur því sem tíðkaðist í bænda- samfélaginu eða hjá Yanómama-fólkinu. Til dæmis hefur flest launafólk nú fastan vinnutíma og fær greidd laun fyrir vinnu sína þó stundum verði misbrestur á. Fólk fær líka laun þótt það veikist – jafnvel þó veikindin standi yfir í vikur eða mánuði. Veikindaréttur er hluti af því velferðarkerfi sem við búum við – enginn ætti að líða skort á Íslandi. Á vinnumarkaði er ekki bara launafólk, hluti af þeim sem þar eru kallast sjálfstæðir atvinnurekendur . Þeir reka eigið fyrirtæki og starfa annaðhvort einir – en þá kallast þeir einyrkjar , eða með nokkrum starfs- mönnum. Flest fyrirtæki á Íslandi eru smá og með fáum starfsmönnum. Ströng formleg viðmið gilda um vinnu- markaðinn hér á landi sem snúast um rétt- indi og skyldur, vinnuvernd og fleira. Þótt atvinnurekendum sé heimilt að segja fólki upp störfum þá ber þeim að hafa fyrir því gildar ástæður. Stéttarfélög sjá um samninga við atvinnurekendur um kaup og kjör – og lágmarkslaun eru ákveðin. Ólöglegt er að greiða fólki lægri laun en lámarkstaxtar segja til um en það er ekkert sem bannar atvinnurekendum að borga hærri laun en samningar kveða á um. Peningar Næst þegar þú ætlar að greiða fyrir eitthvað skoðaðu þá peningana. Mynt og seðlar eru ekki annað en málmþynnur og pappírsblöð en samt tekur verslunarfólk við þeim sem greiðslu fyrir verðmætan varn- ing. Peningar eru gjaldmiðill sem fólk notar í skiptum fyrir vörur sem hafa ákveðið verðgildi. Ýmsir sér- kennilegir hlutir hafa verið notaðir sem peningar: Tíbetbúar notuðu fyrr á tímum köggla úr þurrkuðu tei! Í rauninni skiptir ekki máli hvað notað er ef allir eru sammála um verðgildið. Nú á dögum hefur notkun peninga í verslun og viðskiptum stórlega dregist saman og fólk notar greiðslukort í staðinn. Þau eru ýmist kreditkort eða debet- kort. Ef keypt er með kreditkorti greiðir kaupandi kortafyrirtæki upphæðina eftir vissan tíma og það skilar greiðslunni til seljanda. Ef um debetkort er að ræða dregst greiðslan strax frá bankainnistæðu kaupandans. Alfræði unga fólksins, bls. 410 Peningalaust samfélag. Vegna smæðar íslenska samfélagsins hafa margir viljað gera tilraunir hér sem síðan væri hægt að yfirfæra á stærri samfélög. Ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið er að Ísland gæti auðveldlega orðið peninga- laust samfélag. Gætir þú hugsað þér samfélag án peninga? Ef hér á landi væru eingöngu notuð rafræn greiðslu- kort væri það hægt. Ýmsir kostir fylgja slíku samfélagi, til dæmis trúa sumir því að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir svarta vinnu (skattsvik). Ef ekki væru til peningar heldur bara greiðslukort væri auðvelt fyrir skattayfirvöld að afla sér upplýsinga frá bönkum eða greiðslukortafyrirtækjum í hvert skipti sem einhver fengi greiðslur. Allar greiðslur yrðu sýnilegar og því ekki hægt að borga fólki svart öðru vísi en að yfirvöld vissu um það. Málið er samt ekki alveg svona einfalt. Hægt er að borga fólki undir borðið með öðru en peningum, til dæmis vinnuskiptum eða vörum. Og hvað starfar þú svo við?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=