Á ferð um samfélagið

106 Nær alla 19. öldina þurfti mikið vinnuafl til að nýta jarðirnar. Hér á landi höfðu litlar sem engar breytingar átt sér stað í landbúnaði um aldir og flest sveitastörf voru unnin með ófullkomnum hand- verkfærum. Fólk bjó í torfbæjum, sem víða voru lélegir, vinnutími fólks langur og óákveðinn og launin lág. Peningar skiptu heldur ekki jafn miklu þá og nú, því hvert býli framleiddi flest af þeim nauðþurftum sem fólk þarfnaðist. Í stað peninga skiptist fólk á vörum og þjón- ustu. Bændur lögðu til dæmis það sem þeir framleiddu inn hjá kaupmanninum og tóku út vörur í staðinn án þess að pen- ingar kæmu þar nærri. Margir liðu skort í bændasamfélaginu, heilsufar landsmanna var ekki gott og meðalævin stutt. Ung- barnadauði var mikill á 19. öld en nú er hann með því lægsta sem þekkist í heim- inum. Á vefnum Globalis .is er hægt að skoða lífslíkur milli landa. Meðalaldurinn er til dæmis 49 ár í Svasílandi (Afríku) en 84 ár í Japan. Á Íslandi er meðalaldurinn 83 ár, sem er með því hæsta sem gerist í heiminum. Ef við berum saman lífslíkur kvenna þá eru þær einna hæstar í Japan eða um 88 ár en á Íslandi eru lífslíkur kvenna 84 ár. Lífslíkur karla á Íslandi eru hins vegar um 80 ár. Samfélag með litla verkaskiptingu Verkaskipting meðal Yanómama- fólksins er mun minni en þekkist í iðn- væddum samfélögum. Þar er þó skýr verkaskipting milli kynja. Konurnar vinna útivið, þær sjá meðal annars um að rækta rótarávexti og banana. Karl- arnir stunda veiðar. Örfáir einstakling- ar eru í sérhæfðum störfum svo sem seiðmenn og töfralæknar. Sem slíkir þurfa þeir ekki að taka þátt í fæðuöflun í samfélaginu. Vinnutíminn í þessu samfélagi er ekkert sérstaklega afmark- aður eða langur. Yanómama- fólkið vinnur hæfilega mikið til að afla þess sem það þarf og ekkert umfram það. Íbúarnir lifa og starfa í samfélagi án stórmarkaða og peninga. Flestar þarfir þeirra eru því talsvert ólíkar okkar. Yanómamar eiga sér ekkert ritmál og ef þeir þurfa að telja þá telja þeir upp að tveimur. Allt umfram það er „margt.“ HUGTAK Lífslíkur Lífslíkur þýðir hversu lengi megi búast við að nýfætt barn lifi. Því fleiri unga- börn sem deyja, því lægri verða lífs- líkur allrar þjóðarinnar. Shobono – hýbýli Yanomama-fólksins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=