Á ferð um samfélagið

VINNA OG FRAMLEIÐSLA : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 105 Í bændasamfélaginu var kaupið ekki hátt og oft borgað með vörum. Hraustir karlar fengu ákveðin árs- laun, hálft til heilt kúgildi á ári, en konur fengu yfirleitt ekkert um- fram nauðþurftir. Ef fólk átti hest eða fáeinar kindur var fóðrið fyrir skepnurnar dregið frá kaupinu. Kaup vinnufólks var svo lágt að það gat engan veginn séð fyrir börnum og því var fátítt að vinnufólk væri í hjónabandi. Hvergi annars staðar í Vestur-Evr- ópu var hlutfall vinnufólks jafn hátt á 19. öld og hér á landi. Um miðja öldina (um 1850) töldust 40% allra Íslendinga 16 ára og eldri vinnuhjú. Ef vinnufólkið veiktist átti bónd- inn að sjá fyrir því, teldust veikindin ekki varanleg. Fjölmörg dæmi eru þó um bændur sem stóðu ekki við samninga og ráku vinnufólkið burtu af heimili sínu, til dæmis ef hungursneyð var yfirvofandi eða ef vinnufólkið veiktist alvarlega. Voru þau þá miskunnarlaust sett á framfæri hreppanna. En að setja vinnuhjú á sveitina á miðju ráðn- ingatímabili þeirra var óvinsælt hjá hreppstjórum sem vildu að hús- bændur framfærðu vinnuhjú sín sem lengst og voru oft miklar deilur um slík mál. Fjölmörg dæmi eru um svipaða meðferð á fólki í þróunarlöndunum nú á dögum. Víða er litið á börn sem ódýrt vinnuafl og þau notuð óspart til vinnu. Flestum sem hafa kynnt sér málefni þróunarlanda blöskrar aðstæðurnar sem fjöldi barna og unglinga býr við. Kaup og kjör í bændasamfélaginu Garðar Gíslason, 2005 bls. 46; Gísli Gunnarsson, 2002

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=