Á ferð um samfélagið

104 Þegar samfélög iðnvæðast og taka upp markaðshagkerfi verða til fjölmargar nýjar stéttir. Helstu einkenni markaðshagkerfis eru að: • flest fyrirtækin eru í einkaeign • fyrirtækin framleiða vörur sínar og þjónustu fyrir markað • samkeppni ríkir á milli fyrirtækja • fyrirtækin reyna að græða á fram- leiðslunni Mikilvægustu einkenni markaðssam- félagsins eru framboð og eftirspurn. Framboð frá fyrirtækjum og eftirspurn frá neytendum ræður því hvað er framleitt. Íslenskt nútímasamfélag er tæknivætt og afkastamikið. Fáir vinna núorðið við fæðuframleiðslu og fjöldi þeirra fer sí- fellt minnkandi. Tæknin hefur víða leyst mannshöndina af hólmi, í sumum störf- um þarf ekki nema örfáa einstaklinga til að sinna starfi sem tugir unnu áður. Eins þarf ekki jafn marga til að sinna fæðu- framleiðslu því töluvert magn matvæla er flutt inn til landsins. Ef þú ferð út í búð og skoðar upprunaland vöru þá sérðu hversu mikið er í raun flutt inn. Íslenska bænda- samfélagið Á 19. öld var íslenskt samfélag enn bændasamfélag og hafði lítið breyst um aldir. Bændafjölskyldan var helsta framleiðslueining og hún framleiddi sjálf mestallt af því sem hún þarfnaðis. Um 1850 lifðu rúm 80% landsmanna af landbúnaði. Mikill munur var á stöðu fólks í þessari samfélagsgerð. Vissulega voru hér nokkrar starfsstéttir en til að einfalda myndina skulum við ganga út frá því að hér hafi þær bara verið tvær. Í annarri stéttinni voru þeir sem áttu jörð eða einhverja fjármuni. Við getum kallað þá landeigendur eða bændur. Þessir aðilar máttu ganga í hjónaband og eignast börn. Í hinni stéttinni var vinnufólk – það er fólk sem átti ekkert nema vinnuafl sitt og var þar af leiðandi ekki eigin húsbænd- ur. Vinnufólk uppfyllti sjaldnast þau skilyrði um fjárhagslegt sjálfstæði sem þurfti til að mega stofna fjölskyldu. Þetta fólk mátti ekki eignast börn því yfirvöld voru hrædd um að það gæti ekki séð börnum sínum farborða. Ef það gerðist lenti framfærsla barna á sveitinni (niðursetningar) og það vildu menn koma í veg fyrir. Landeigend- urnir áttu landsvæði eða fjármagn sem gerði vinnufólkið háð þeim á einn eða annan hátt. Aðeins lítill hluti barna landeigenda og bænda erfði félagslega stöðu þeirra, hin urðu vinnufólk. HUGTAK Atvinnuskipting Fólk vinnur við ólík störf í samfélaginu. Í frumstæðum samfélögum er atvinnuskipting lítil, þar finnast bara örfá störf. Helst er störfum skipt út frá kyni og aldri. Í íslenska bændasamfélaginu var atvinnuskiptingin lítil. Örfáir voru embættismenn en flestir annað hvort bændur eða vinnu- hjú. Í flóknum tæknivæddum samfélögum eru störfin nær óteljandi og sérhæfing starfa mikil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=