Á ferð um samfélagið

102 Þrælabúðir Margar flíkur sem ætlaðar eru á markað í iðnríkjum eru búnar til í þróunarlöndum eins og Indlandi og Bangladesh, í ólög- legum textílverksmiðjum. Vinnuskilyrði á þessum framleiðslustöðum uppfylla ekki grundvallarreglur um hollustuhætti og öryggi í iðnvæddum löndum. Í Bangla- desh búa um 140 milljónir og um ein og hálf milljón vinnur við fataiðnað í verk- smiðjum við óviðunandi vinnuskilyrði. Fólkið vinnur allt að 70 klukkustundir á viku á lágmarkslaunum sem duga vart til framfærslu. Starfsmenn fataverksmiðja í Bangladesh eru meðal þeirra lægst launuðu í fataiðnaði í heiminum. Lágmarksmán- aðarlaun eru að jafnvirði um 4.500 króna. 60% útflutnings fataverksmiðjanna fer til Evrópu. Til samanburðar má benda á að vinnuvikan á Íslandi er um 40 klst. Maðurinn, bls. 223 og 225 Árið 2013 hrundi fataverksmiðja í höfuðborginni Dakka í Bangladesh til grunna með þeim afleiðingum að rúm- lega 1.100 fórust. Verkafólk er ævareitt yfir hryllilegum kjörum og starfsaðstæðum. Rót vandans liggur ekki síst í kröfu um- heimsins að geta keypt mjög ódýran tísku- fatnað. Útlendir kaupendur frá Evrópu- ríkjum, Bandaríkjunum og Kanada eru ekki tilbúnir að greiða jafn mikið fyrir varning frá Bangladesh og frá Kína. Og á meðan vestrænir kaupendur vilja ekki greiða hærra verð fást engir peningar til að bæta ástandið. RÚV, 2013 Áhrif iðnbyltingar Þéttbýlismyndun. Fólk flutti úr sveit- um í borgir. Í borgumminnka félagsleg tengsl við ættingja og vini þannig að rótgrónar hefðir breytast. Samgöngur batna og fólksflutningar aukast. Tækni og framleiðsla. Stórfelldar breytingar urðu á tækni og fram- leiðslu, nýjar vélar og orkugjafar á borð við rafmagn og olíu komu til sögunnar. Þörf fyrir upplýsingar. Minni félags- leg tengsl fólks er ein ástæða þess að markaður skapaðist fyrir fjölmiðla, enda var samfélagið ekki jafn „gegn- sætt“ og áður. Garðar Gíslason, 2008, bls. 11 Þrælabúðir þýðir vinnustaður þar sem aðbúnaður fólks er slæmur, kjörin léleg og vinnutími langur. Nú á dögum er hugtakið notað yfir vinnustaði í þróunarlöndum þar sem eftirsóttur tískufatnaður er fjöldaframleiddur. Getur verið að þú gangir í flíkum sem framleiddar eru á slíkum stöðum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=