102 Þrælabúðir Margar flíkur sem ætlaðar eru á markað í iðnríkjum eru búnar til í þróunarlöndum eins og Indlandi og Bangladesh, í ólöglegum textílverksmiðjum. Vinnuskilyrði á þessum framleiðslustöðum uppfylla ekki grundvallarreglur um hollustuhætti og öryggi í iðnvæddum löndum. Í Bangladesh búa um 140 milljónir og um ein og hálf milljón vinnur við fataiðnað í verksmiðjum við óviðunandi vinnuskilyrði. Fólkið vinnur allt að 70 klukkustundir á viku á lágmarkslaunum sem duga vart til framfærslu. Starfsmenn fataverksmiðja í Bangladesh eru meðal þeirra lægst launuðu í fataiðnaði í heiminum. Lágmarksmánaðarlaun eru að jafnvirði um 4.500 króna. 60% útflutnings fataverksmiðjanna fer til Evrópu. Til samanburðar má benda á að vinnuvikan á Íslandi er um 40 klst. Maðurinn, bls. 223 og 225 Árið 2013 hrundi fataverksmiðja í höfuðborginni Dakka í Bangladesh til grunna með þeim afleiðingum að rúmlega 1.100 fórust. Verkafólk er ævareitt yfir hryllilegum kjörum og starfsaðstæðum. Rót vandans liggur ekki síst í kröfu umheimsins að geta keypt mjög ódýran tískufatnað. Útlendir kaupendur frá Evrópuríkjum, Bandaríkjunum og Kanada eru ekki tilbúnir að greiða jafn mikið fyrir varning frá Bangladesh og frá Kína. Og á meðan vestrænir kaupendur vilja ekki greiða hærra verð fást engir peningar til að bæta ástandið. RÚV, 2013 Áhrif iðnbyltingar Þéttbýlismyndun. Fólk flutti úr sveitum í borgir. Í borgum minnka félagsleg tengsl við ættingja og vini þannig að rótgrónar hefðir breytast. Samgöngur batna og fólksflutningar aukast. Tækni og framleiðsla. Stórfelldar breytingar urðu á tækni og framleiðslu, nýjar vélar og orkugjafar á borð við rafmagn og olíu komu til sögunnar. Þörf fyrir upplýsingar. Minni félagsleg tengsl fólks er ein ástæða þess að markaður skapaðist fyrir fjölmiðla, enda var samfélagið ekki jafn „gegnsætt“ og áður. Garðar Gíslason, 2008, bls. 11 Þrælabúðir þýðir vinnustaður þar sem aðbúnaður fólks er slæmur, kjörin léleg og vinnutími langur. Nú á dögum er hugtakið notað yfir vinnustaði í þróunarlöndum þar sem eftirsóttur tískufatnaður er fjöldaframleiddur. Getur verið að þú gangir í flíkum sem framleiddar eru á slíkum stöðum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=