Á ferð um samfélagið

100 Svefn, þvottar, eldamennska, borðhald, vinna og slökun er það sem líf flestra fullorðinna snýst um. Hversu mikill tími fer í hvern þátt fyrir sig er æði mismunandi. Landið sem maður býr í, félagsleg staða einstaklingsins, kyn, tekjur, áhugamál og fjölskylduhagir hafa töluvert mikil áhrif á hversu mikill tími fer í að draga björg í bú. Vinna og framleiðsla er einn af grunnþáttum hvers samfélags – það þarf að fram- leiða vörur og þjónustu sem íbúarnir þarfnast. Og flestir þurfa að vinna til að eignast pening til að geta fullnægt þörfum sínum. Þó það sé gaman að láta sig dreyma um þann stóra í Lottó, happdrættum eða álíka, þá komast fáir undan brauðstritinu. Samfélög þar sem lítið sem ekkert þarf að hafa fyrir lífinu eru vand- fundin. Fyrir flesta er lífsbaráttan hörð þó hún sé mishörð eftir samfélögum. Þótt margir tali um að þeir nenni ekki að vinna þá skiptir vinnan flesta miklu máli, hún er stór hluti af sjálfsmynd hvers og eins. Þess vegna er flestum mjög mikilvægt að hafa vinnu og svo skapar hún tekjur. Atvinnuleysi er mik- ið böl en það þýðir að einstaklingur fær ekki atvinnu þegar hann leitar að henni, þótt hann sé fær um að vinna. Á síðustu árum hefur atvinnuleysi aukist Vinna og framleiðsla Eru einhver störf sem henta öðru kyninu betur en hinu? Bóndakona að störfum í Kenía.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=