Á ferð um samfélagið

8 Hugsanlega hefur þú einhverntíma heyrt talað um að enginn sé eyland . Með því er átt við að við séum ekki bara samsafn einstaklinga sem lifa eigin lífi óháð öllum öðrum. Að við þurfum félagsskap við annað fólk. Alla tíð hefur maður- inn myndað hópa því að lífsbaráttan er of hörð til að við gætum lifað af án samskipta við annað fólk. Frá því að þú fæddist hefur þú haft fólk í kringum þig, fólk sem hefur kennt þér hvernig þú eigir að hegða þér við ólíkar aðstæður. Sums staðar læra börn að borða með prjónum, ann- ars staðar með fingrunum eða hnífapörum. Börn læra líka hvernig fötum þau eigi að klæð- ast og hvernig þeim beri að umgangast aðra. Allt fer þetta eftir því í hvaða samfélagi börn alast upp. Það skiptir líka máli á hvaða tíma þú fæddist því samfélög eru ólík frá einum tíma til annars. Þess vegna er mikið um samanburð í þessari bók. Við munum skoða íslenskt nútíma- samfélag og bera það annars vegar saman við Ísland eins og það var á 19. öld og hins vegar við samfélag Yanómama-þjóðflokksins sem býr í regnskógum Suður-Ameríku. Það er einmitt svona atriði og önnur þeim lík sem félagsvísindi fjalla um. Í okkar tilfelli myndu félagsfræðingar skoða og lýsa nútíma samfélögum, sagnfræð- ingar myndu lýsa aðstæðum á 19. öld og mann- fræðingar fást við framandi samfélög á borð við Yanómama-fólkið. Franski félagsfræðingurinn Emile Durk- heim (1858–1917) bjó til skemmtilega samlíkingu á samfélagi en hann líkti því við lífveru. Emile hélt því fram að samfélög manna væru byggð upp á mjög svipaðan hátt og lífverur nema að þau væru miklu stærri og flóknari en mannslíkaminn. Sam- félög eru byggð upp af fjölmörgum ein- staklingum, sem vinna og starfa saman. Við skilgreinum því samfélag sem hóp af fólki sem hefur samskipti og þar sem allir vinna og starfa saman eða í það minnsta hafa áhrif hverjir á aðra. Til að skilja hvernig mannslíkaminn virkar þá verður þú að skoða hvernig hann er samsettur og hvert hlutverk hvers líf- færis er fyrir heildina. Það sama á við um samfélagið, ef við viljum vita hvernig það virkar sem heild verðum við að skoða hvaða hlutverk ólíkir þættir hafa innan þess. Við getum til dæmis velt því fyrir okkur hvaða hlutverk skólinn hefur í því að halda samfélaginu „lifandi“. Samfélagið er samsett úr mörgum ólíkum þáttum líkt og lífverur. Emile Durkheim var einn af upphafsmönnum félagsfræðinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=