Á ferð og flugi í umferðinni

6 Boðmerki Þau eru ætluð til þess að segja vegfarendum hvernig umferðin á að vera, til dæmis í hvaða átt á að aka, eða að hér sé sérstakur gang- oghjólreiðastígur o.s.frv. Boðmerki eru hringlaga, blá að lit og með hvítum kanti og hvítu tákni. Bannmerki Þau segja til um það sem ekki má gera í um- ferðinni á ákveðnum stöðum, s.s. að beygja til hægri eða hjóla. Bannmerkin eru flest hringlaga og gul á litinn með rauðum kanti og mynd eða tölustöfum eða öðrum tákn- um eftir því sem við á. Auk þess er skástrik yfir mörg þeirra til að sýna að það sem þau tákna er bannað. Hvaða merki í þessum flokki skera sig úr? Hvernig eru þau öðruvísi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=