Á ferð og flugi í umferðinni

5 Viðvörunarmerki Þeim er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættu- legur eða vekja athygli á einhverri sérstakri hættu á veginum. Viðvörunarmerki eru þríhyrnd og gul á lit, með rauðum kanti. Helstu flokkar umferðarmerkja eru Hvaða merki í þessum flokki er frábrugðið öllum hinum og hvernig? Viðvörunarmerki Bannmerki Upplýsinga- og þjónustumerki Boðmerki Hér og á næstu síðum sérðu nokkur merki í hverjum flokki. Gott er að vita hvaða þýð- ingu þau hafa í umferðinni. Umferðarmerkin eiga eftir að koma við sögu aftur af og til og þegar þú hefur farið yfir allt efnið ættirðu að geta farið í bíltúr með fjölskyldunni og upp- lýst hana um hvað flest merki þýða. Til gam- ans má benda á að í símaskránni og á www. umferd.is má finna myndir af öllum umferð- armerkjunum, en þau eru á milli 250 og 300 talsins! Alls staðar í kringum okkur er krökkt af um- ferðarmerkjum. Við tökum kannski ekkert sérstaklega eftir hverju og einu þeirra svona dagsdaglega, en þau eru þarna samt og mörg þeirra eru eiginlega bara lífsnauðsyn- leg. Án þeirra væri allt í rugli í umferðinni og allir vegfarendur væru í stórkostlegri hættu hverja sekúndu. Umferðarmerkin skiptast í nokkra flokka, sem hver um sig er mismun- andi í laginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=