Á ferð og flugi í umferðinni
4 Hvers vegna er nauðsynlegt að hafa umferðarreglur? Er ekki nóg að allir vandi sig bara og reyni að fara varlega? Geturðu ímyndað þér hvernig yrði að ferðast um, hvort sem væri í bíl, gangandi eða á hjóli, ef engar umferðarreglur væru í gildi? Hvaða afleiðingar myndi það hafa að þínu mati? Í daglegu lífi þurfa allir að fara eftir reglum, hvort sem þær eru til skráðar eða ekki. Heima hjá þér eru örugglega í gildi ákveðnar reglur, s.s. um það hvernig á að ganga um, hvaða þætti börnin á heimilinu mega horfa á í sjón- varpinu, hvenær þau eiga að fara að sofa eða eitthvað slíkt. Reglur eru auðvitað mismunandi á milli heimila og sumar reglur þarf ekki að skrifa niður, þær eru svokallaðar óskráðar regl- ur. Sem dæmi um óskráðar reglur má nefna ýmsar kurteisisvenjur, s.s. að þakka fyrir sig eftir matinn, ropa ekki við matarborðið og heilsa gestum sem koma í heimsókn. Reglur eru jafnvel misjafnar eftir löndum. Það sem þykir sjálfsögð kurteisi í einu landi get- ur verið argasta ókurteisi í öðru landi. Dæmi um það er að smjatta hátt og sötra þegar borðað er. Í Kína þykir það til dæmis bera vott um að þér líði vel og kunnir að meta matinn ef þú smjattar. Á Íslandi er smjatt talið bera vott um skort á mannasiðum. Í hvorugu landinu eru þessar reglur þó til skráðar sem lög sem öllum ber að fara eftir. Sumar reglur eru settar til þess að tryggja ör- yggi fólks og þær reglur eru oftast skráðar niður og ætlast til að fólk fari eftir þeim. Þær reglur eru líka oft mjög líkar milli landa. Dæmi um slíkt eru umferðarreglur. Í umferðarlögum eru sérstakar reglur fyrir gangandi vegfarend- ur, sem og fyrir bílaumferð. Í þessum reglum er m.a. talað um að gangandi vegfarendur eigi að nota gangstéttir þar sem þær eru, að ekki megi leiða reiðhjól á gangstéttum ef það er til óþæginda fyrir aðra og að gangandi vegfarendur skuli nota gangbraut til að fara yfir götu, sé hún nálæg. En hvað á að gera ef gengið er eftir götu þar sem engin gangstétt er? Til eru reglur um það líka. Rifjaðu þær upp og skrifaðu hér fyrir neðan:
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=