Á ferð og flugi í umferðinni
32 Í auðu reitina ábingóspjaldinuhér fyrir neðan áttu að skrifa eitthvað sem þú gerir jákvætt og rétt í umferðinni. Þegar allir í bekknum hafa gert þetta eiga þeir að ganga rólega um skólastofuna og spyrja hver annan í hálf- um hljóðum hvort þeir geri eins og stendur í einhverjum reit. Þú mátt bara spyrja hvern bekkjarfélaga um eitt atriði. Ef félagi þinn svarar játandi eða getur sagt hvað umferð- armerkið heitir eða þýðir eða hvernig það er á litinn á hann að skrifa upphafsstafina sína í þann reit hjá þér. Svo spyr hann þig að ein- hverju sem er á hans spjaldi og þú skrifar upphafsstafina þína í reitinn hjá honum ef það á við. Sá eða sú sem fyrst(ur) nær því að fá upp- hafsstafi í alla reitina hjá sér kallar BINGÓ og hefur unnið! Hann eða hún les svo upp fyrir bekkinn hvaða atriði voru á bingóspjaldinu hans/hennar eða útnefnir einhvern annan til að gera það fyrir sig. Hvaða atriði voru á bingóspjöldum hinna krakkanna, sem ekki voru á þínu spjaldi? Skrifaðu tvö til þrjú þeirra hér til hliðar: 1. ______________________________ 2. ______________________________ 3. ______________________________ B I N G Ó Lít alltaf til beggja hliða og hlusta áður en ég geng yfir götu. Hvernig er merkið á litinn? Passa að hafa alltaf endurskinsmerki þegar ég er úti í myrkri. Spenni alltaf öryggisbeltið þegar ég er í bíl. Gæti þess að ganga bara yfir á gangbrautarljósum þegar græni kallinn logar. Hvað heitir merkið? Er með hjálm þegar ég er á hlaupahjóli.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=