Á ferð og flugi í umferðinni

30 Spurning Já Nei Þekkirðu einhvern sem hefur lent í umferðarslysi? Hefurðu slasast á reiðhjóli? (Brotnað eða þvíumlíkt?) Hefurðu orðið fyrir minni háttar óhappi á reiðhjóli? (T.d. dottið.) Ertu alltaf með hjálm þegar þú hjólar? Heldurðu að hjálmur sé góður öryggisbúnaður fyrir hjólreiðamenn? Hefur verið ekið á þig sem gangandi vegfaranda? Hefur verið ekið á þig þegar þú varst á hjóli? Hefur verið ekið á hjólið þitt, án þess að þú hafir verið á því? Hefurðu verið í bíl sem keyrt var aftan á? Hefurðu verið í bíl sem keyrði aftan á annan bíl? Hefurðu runnið á bananahýði? Hefurðu lent í óhappi á hlaupahjóli? Hefurðu lent í óhappi á línuskautum eða á hjólabretti? Notarðu alltaf hjálm þegar þú ert á hlaupahjóli? Notarðu alltaf hjálm þegar þú ert á línuskautum? Notarðu alltaf hjálm þegar þú ert á hjólabretti? Notarðu olnboga-, úlnliðs- og hnéhlífar þegar þú ert á línuskautum eða hjólabretti? Telurðu að olnboga- úlnliðs- og hnéhlífar skipti máli sem öryggisbúnaður fyrir þá sem eru mjög flinkir á línuskautum eða hjólabretti? Nú skaltu gera könnun á meðal skólafélaga þinna, foreldra, systkina, frændfólks – allra þeirra sem þér dettur í hug. Hafðu úrtakið a.m.k. 15 manns! Hér á eftir eru spurningar sem þú getur notað (þú þarft ekkert að nota allar) og svo getur þú bætt við ef þér finnst eitthvað vanta. Sýndu niðurstöður könnunarinnar með stöplariti á næstu síðu. Gerðu já- og nei-stöpul fyrir hverja spurningu og hafðu hvert stöplapar alltaf í tveimur litum. Fyrir hvert svar gerirðu strik í réttan dálk, svona: I, og þegar komin eru fjögur þannig strik gerirðu eitt á ská yfir þau, svona: IIII . Þá er auðvelt að telja saman strikin þegar þú ferð að vinna úr könnuninni. Já Nei Já Nei

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=