Á ferð og flugi í umferðinni

28 Lestu fréttina hér fyrir neðan. Hefurðu heyrt um svipuð atvik þar semhjálmur hefur bjarg- að miklu þegar reiðhjólaóhapp hefur átt sér stað? Hefur þú kannski lent í einhverju sam- bærilegu eða einhver sem þú þekkir? Ræðið málið innan bekkjarins. Næstu daga skaltu fylgjast vel með umferð- arfréttum í blöðunum. Klipptu út fréttir af umferðinni og límdu hér á síðuna og næstu síðu. Hvers konar fréttir eru algengastar? Berið saman bækur ykkar. Hjálmurinn bjargaði TÓLF ára stúlka varð fyrir því óhappi í gær að steypast fram af hjóli sínu á mikilli ferð niður brekku. Slysið vildi þannig til að stúlkan var með poka semhún hafði hengt á stýrið vinstra megin og hélt um. Skyndilega sveiflaðist pok- inn til og lenti í teinunum á framdekki hjóls- ins með þeim afleiðingum að hjólið stöðv- aðist snögglega. Missti stúlkan vald á hjólinu við þetta, kastaðist fram fyrir sig og lenti á veginum með höfuðið á undan. Stúlkan var með reiðhjólahjálm á höfðinu og bjargaði það að öllum líkindum jafnvel lífi hennar. Hjálm- urinn er gjörónýtur eftir slysiðog hlaut stúlkan töluverða áverka í andliti og á höndum, auk heilahristings, en fékk að fara heim að lokinni skoðun og aðhlynningu á heilsugæslustöð- inni. Hjólið er einnig mikið skemmt. Haft er eftir lögreglukonu sem kom að slysinu að miðað við ástand hjálmsins eftir byltuna væri stúlkan líklega ekki til frásagnar ef hún hefði verið hjálmlaus á hjólinu. „Ég hef bara aldrei séð jafn illa útleik- inn hjálm,“ sagði lögreglukonan, Steinunn Björnsdóttir. „Hjálmurinn bjargaði klárlega miklu í þessu tilfelli, það er engin spurning.“ Líma fréttir hér!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=