Á ferð og flugi í umferðinni

26 Flestum krökkum finnst frábært þegar fyrsti snjór vetrarins fellur. Þeir flykkjast út með sleðana sína, skíði eða bretti og renna sér niður brekkur og hóla. Sumir búa til snjókarla og -kerlingar, aðrir fara í snjókast eða búa til snjóhús. Skíðabrekk- ur fyllast af fólki og alls staðar má sjá fólk á ferli, dúðað í hlý útiföt og með rjóðar kinnar. En snjónum fylgja líka ýmsar hættur. Erfiðara verður fyrir ökumenn að hafa stjórn á ökutækjum sínum og gangandi vegfarendur geta átt í vandræðum með að komast ferða sinna fyrir snjóruðn- ingum og háum sköflum. Einnig getur hálka myndast á götum og gangstéttum og bæði ökumenn og aðrir vegfarendur þurfa að fara gætilega. Á hverjum vetri fótbrotna einhverjir eða handleggsbrotna vegna þess að þeir hafa runnið til í hálku og dottið. Því miður er líka alltaf eitthvað um að bílstjórar missi vald á bílum sínum í hálku. Allir sem eru á ferli í snjó og hálku þurfa að hjálpast að við að gera umferðina sem öruggasta. Gangandi vegfarendur, og jafnvel bara krakkar eins og þú, gegna þá stóru hlutverki ekki síður en ökumennirn- ir inni í hlýjum bílunum sínum. Hugsaðu aðeins um það hvaða hlutverki þú gegnir við þessar aðstæður, á meðan þú leysir verkefnin hér á eftir. Gerðu hring utan um orðin hér fyrir ofan sem þér finnst eiga vel við þína upplifun af frímínútum þegar snjór er. Þá er komið að því að fjalla um hegðun og ábyrgð, bæði í umferðinni og í samskiptum á skólalóðinni þegar allt er orðið hvítt af snjó. gaman hættulegt kalt leiðinlegt fjör blautt hvítt hált rólegt stjórnlaust vont skítugt óþægilegt hreint frábært brakandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=