Á ferð og flugi í umferðinni

24 • Vissir þú að þeir sem eru með endur- skinsmerki úti í umferðinni sjást allt að fimm sinnum fyrr en þeir sem eru ekki með endurskinsmerki? Fimm sinnum fyrr! • Það má því segja að þetta einfalda en bráðsnjalla fyrirbæri sé hreinlega lífs- nauðsynlegt eftir að skyggja tekur. • Ökumenn sjá vegfaranda sem hefur endurskinsmerki í um 125 metra fjar- lægð en þeir vegfarendur sem ekki hafa endurskinsmerki sjást ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð. • Endurskinsmerki kosta yfirleitt ekki mikið og t.d. er hægt að kaupa þau í lyfjaverslunum um allt land. • Stundum dreifa fyrirtæki eða félaga- samtök endurskinsmerkjum ókeypis til skólakrakka og oft eru útiföt, skófatn- aður og skólatöskur fyrir krakka með áföstum endurskinsmerkjum. En endurskinsmerki eru ekki bara nauðsyn- leg fyrir krakka sem eru á ferðinni í myrkri. Allir þurfa að sjást vel í umferðinni og því þurfa fullorðnir líka að vera með endurskinsmerki á sínum útifötum. Endurskinsmerki eiga líka að vera á barnavögnum og kerrum og jafnvel töskum. Hundar sem eru úti að ganga með eigendum sínum þurfa auðvitað líka að hafa endurskinsmerki. Hestamenn passa líka vel að hestarnir þeirra sjáist í myrkri með því að setja endurskinsmerki bæði á sig og þá þegar þeir fara í útreiðartúra. Staðsetning endurskinsmerkja skiptir mjög miklu máli. Þau eiga að vera neðarlega á fatn- aði og sjást frá öllum hliðum. Besta staðsetning endurskinsmerkja er í sömu hæð og ökuljósa- geisli bifreiðar. Athugun Hér fyrir ofan segir að ökumenn sjái vegfarendur í 125 m fjarlægð ef þeir eru með endurskins- merki, en ekki fyrr en í 25 m fjarlægð frá bílnum án endurskinsmerkis. En hversu langt er þetta? E.t.v. áttu erfitt með að sjá það fyrir þér. Þess vegna er upplagt að athuga það. Það sem þú þarft er eftirfarandi: Málband Útikrít Þessa bók og blýant Félaga Nú ferð þú út með félaga þínum og þið finnið góðan stað á skólalóðinni til að byrja á, t.d. upp við vegg einhvers staðar. Þið getið merkt með krítinni hvar þið byrjið. Svo skuluð þið mæla tvær beinar vegalengdir með málbandinu. Fyrst mælið þið 25 metra frá upphafsstaðnum og merkið vel. Svo haldið þið áfram þaðan og mælið 100 metra í viðbót. Þá eru komnir 125 metrar. Merkið líka þar með krítinni. Þegar þessari athugun er lokið áttið þið ykkur örugglega betur á vegalengd- inni. Næst teljið þið skrefin sem þið gangið, fyrst á 25 metra vegalengdinni og svo 125 metra vegalengdinni. Hvað voru þau mörg? Ef þið eruð með klukku með sekúnduvísi þá getið þið líka mælt hversu langan tíma þið eruð að ganga á venjulegum gönguhraða, fyrst 25 metrana og svo 125 metra. Ég tók _____________ skref á 25 metra vegalengd og það tók _________sekúndur. Ég tók _____________ skref á 125 metra vegalengd og það tók ________sekúndur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=