Á ferð og flugi í umferðinni

23 Gerðu teiknimyndasögu um umferð og krakka á hlaupahjóli, hjólabretti eða línuskautum. Hugsaðu söguna út frá titlinum. Þar skall hurð nærri hælum! Sumir nota línuskauta til að ferðast á milli staða, en reglur um gangandi vegfar- endur gilda um þá sem eru á línuskautum að öðru leyti en því að þeir sem eru á línuskautum eiga að víkja fyrir vegfarendum sem eru gangandi. Hægt er að ná miklum hraða á beinni og sléttri braut og erfitt getur verið að stöðva snögglega ef eitthvað kemur upp á. Ef brautin sem skautað er eftir er ójöfn getur verið erfitt að komast áfram. Allar ójöfnur á brautinni finnast mjög vel og geta beinlínis verið hættulegar. Krakkar ættu að nota línuskauta til að leika sér á en ekki til að ferðast á í umferðinni. Hvaða öryggisbúnað þurfa þeir sem eru á línuskautum að hafa? Teiknaðu öryggisbúnaðinn á strákinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=