Á ferð og flugi í umferðinni

22 Hjólabretti eru leiktæki. Þau eru ekki skilgreind sem farartæki í lögum. Enda á ekki að ferðast neitt um á þeim, þau eru ætluð til leiks. Margir eru mjög færir á hjólabretti og þeir hafa líklega eytt miklum tíma í að æfa sig. Engu að síður geta þeir slasast eins og aðrir og jafnvel má færa fyrir því rök að þeir sem eru mjög flinkir geti hlotið verri skaða en hinir sem eru að stíga sín fyrstu skref. Hvernig stendur á því? Hvaða öryggisbúnað þurfa þeir sem eru á hjólabretti að hafa? Teiknaðu öryggisbúnaðinn á stelpuna. Spáðu í þetta! Hvaða líkamshlutar eru líklegastir til að verða fyrir hnjaski og meiðslum ef þú dettur á hjólabretti? Samkvæmt lögum eru hlaupahjól ekki skilgreind sem ökutæki, eins og reið- hjól eru. En ef þau eru vélknúin gegnir öðru máli. Þá gilda sömu umferðarregl- ur um þau og venjuleg hjól eftir því sem við á, s.s. um að víkja fyrir gangandi vegfarendum. Ekki er leyfilegt að aka vélknúnu hlaupahjóli á götunni. Hvaða öryggisbúnað þurfa þeir sem eru á hlaupahjóli að hafa? Af hverju ætli þessar reglur séu settar? Spáðu í þetta! Þegar þú ert á hlaupahjóli á fljúgandi ferð þá þarf ekki nema eina litla steinvölu sem verður á vegi þínum til að þú fipist á hjólinu, eða missir jafnvel alveg stjórn á því. Dekkin eru lítil og hörð og fara ekki svo auðveldlega yfir steina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=