Á ferð og flugi í umferðinni

21 Hver hópur dregur nokkra miða, sem kennarinn hefur, með myndum af umferðarmerkjum og einhverjir úr hópnum stilla sér svo upp eða leika merkið með látbragði. Þið þurfið að æfa ykkur þar sem hinir hóparnir geta ekki fylgst með. Þegar allir hóparnir hafa æft sig svolítið byrjar einn hópurinn og leikur eitt af þeim umferðarmerkjum sem hann dró. Hinir hóparnir eiga að giska á hvaða merki verið er að leika. Hægt er að gera þetta að keppni milli hópanna með því að gefa hverjum hópi stig fyrir rétta ágiskun og sjá svo hvaða hópur gat oftast verið fyrstur til að geta rétt. Hér í kring eru nokkur af þeim umferðarmerkjum sem um er að ræða. Athugið að merkin geta verið viðvörunarmerki, bannmerki, boðmerki, upplýsingamerki eða þjónustumerki. Öll flokkast þau undir umferðarmerki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=