Á ferð og flugi í umferðinni

15 Bekkjarverkefni Þetta verkefni krefst dálítils undirbúnings. Ákveða þarf með fyrirvara hvaða dag á að ljúka verkefninu með keppni og hversu langan tíma þarf að áætla bæði í uppsetningu og keppni. Svo þarf auðvitað að útvega allt sem þarf. Teiknaðu upp þína tillögu að þrautabraut fyrir reiðhjól (og hlaupahjól) á skólalóðinni hér í kassann fyrir neðan. Þegar tillögur allra í bekknum eru tilbúnar þá skoðar bekkurinn þær saman og ákveður hver þeirra þykir best. Farið svo út saman og búið til þrautabrautina og haldið þrauta- keppni! Hægt er að nota steina, spýtur, bönd, keilur eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug til að afmarka leiðina, auk þess sem á skólalóðinni er kannski ýmislegt sem hægt er að nýta, s.s. leiktæki, hólar, pollar og bekkir. Keppnin getur verið einstaklingskeppni eða liðakeppni. Það má líka hafa keppnina á milli bekkja. Þið þurfið að ákveða keppnis- reglurnar og einhver þarf að vera tímavörður og dómari og annar að taka að sér skráningu. Til að gera brautina jafnvel enn fjölbreyttari má nýta leiktækin á skólalóðinni og fleiri hluti. Þegar komið er að rólunum á að róla sér sjö sinnum, skora körfu þar sem karfan er, skora mark með fótbolta, sippa 20 sinnum o.s.frv. Alltaf skal taka hjálminn af áður en þessar þrautir eru leystar og setja hann svo á sig þegar farið er á hjólið aftur – það er hluti af þrautinni! Ekki gleyma að ganga vel frá öllu eftir ykkur þegar þið eruð búin að nýta þrautabrautina! Skrifaðu lista: ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ Hvaða hluti þarf að útvega til að afmarka brautina með?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=