Á ferð og flugi í umferðinni

14 Allir hjólreiðamenn eiga að vera með hjálm og samkvæmt lögum er það skylda fyrir alla sem eru yngri en 15 ára. Reglur eru ekki settar út í bláinn. Hjálmur er mikilvægur því ef til þess kemur að hjólreiðamaður lendir í óhappi þá hlífir hann höfðinu og heilanum eins og kemur fram hér að framan. Það er nú betra að hafa þetta tvennt í lagi – ertu ekki sammála því? En það er ekki alveg sama hvernig hjálmurinn er, hann þarf að henta þeim sem á að hafa hann á höfðinu og mikilvægt er að hann uppfylli lágmarks- kröfur um öryggi. Hér eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að vita um hjálma. Er hjálmurinn þinn mátulegur á þig? Er hann rétt stilltur og passarðu að hann sitji rétt á höfðinu? Hér eru þrjár myndir. Fyrsta myndin sýnir hvernig hjálm- urinn á að vera á höfðinu en hinar tvær hvernig hann á ekki að vera. Taktu eftir því að eyrað á að vera í miðju V-forminu sem böndin mynda. Næst þegar þú setur á þig hjálminn þinn skoðaðu þá í spegli hvernig hann situr á höfðinu og lagaðu hann til ef þarf. Hjálmur sem er of laus eða hallar aftur eða fram veitir falskt öryggi. Það sama á við um hjálm sem er of stór eða of lítill. Þið verðið að laga á ykkur hjálmana stelpur. • Hjálmurinn á að vera CE-merktur. Það þýðir að hann uppfyllir lágmarks kröfur um öryggi. • Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð. Nauðsynlegt er að máta hjálminn áður en hann er keyptur. • Hjálmurinn sést best ef hann er í skærum lit. • Hjálmurinn þarf að vera rétt stilltur og sitja rétt á höfðinu. • Það má hvorki mála á hjálminn eða líma nokkuð á hann. • Ekki á að nota hjálminn nema þegar verið er að hjóla eða renna sér á línuskautum, hlaupahjóli eða bretti. • Hjálmurinn er ekki eilífðareign. Hann ætti þó að endast í nokkur ár ef hann hefur ekki orðið fyrir hnjaski.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=