Á ferð og flugi í umferðinni

13 Ýmsa fylgihluti er hægt að kaupa til að setja á hjól en ekki eru þeir allir nauð- synlegir. Nú veistu hvaða hluti er skylt að hafa á hjólum. Dragðu línu frá litlu myndunum, sem sýna það sem skylt er að hafa, að þeim stað eða stöðum þar sem hver hlutur á að vera á hjólinu. Búið til eitt stórt súlurit með upplýsingum um það hvað af þessum skyldubúnaði er á hjól- unum ykkar. Þið getið notað maskínupappír semhengdur er upp á vegg, hentug stærð gæti verið ½–1 m 2 . Svo þarf að ákveða hvaða lit á að nota fyrir hvert atriði, t.d. grænn fyrir bjöllu. Allir sem eru með bjöllu á sínu hjóli klippa út miða úr grænum pappír, t.d. 2–4 cm 2 að stærð, og líma á maskínupappírinn. Svo er hægt að bæta inn á súluritið á næstu dögum eftir því sem við á ef einhver hefur ekki verið með eitthvað í lagi á sínu hjóli en lagfærir það. Það getur komið vel út að skreyta súluritið með myndum af flottum hjólum og hjálmum, sem þið getið t.d. klippt út úr tímaritum, auglýs- ingabæklingum og dagblöðum. Bekkjarverkefni Við í 6. ÁÞ erum með þennan skyldubúnað á hjólunum okkar: Lás Teinaglit Bremsur Hvítt ljós Glitauga, hvítt Fáni Bretti Glitaugu á fótstigum Vatnsbrúsi og standur Bjalla Rautt ljós Glitauga, rautt Keðjuhlíf Kílómetramælir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=