Á ferð og flugi í umferðinni

12 Í hvernig ástandi er hjólið þitt? Skoðaðu það vandlega og krossaðu við þau atriði sem eru í lagi. Fáðu mömmu eða pabba til að vera með þér í þessu verk- efni. Athugaðu að þau atriði sem eru feitletruð er beinlínis skylda að hafa á öllum hjólum! Hjálmur Hefurðu einhvern tíma misst hrátt egg á gólfið? Skurnin utan um eggið brotn- ar og eggjahvíta og eggjarauða slettast út um allt. Það má líkja höfðinu á þér við egg. Það sem er fyrir innan skurnina (höfuðkúpuna) er afar viðkvæmt. Hér er auðvitað átt við heilann. Ef þú dettur af hjólinu og færð við það mikið högg á óvarið höfuðið áttu á hættu að skynfæri þín brenglist og ýmislegt fleira gæti breyst hjá þér. Til dæmis gætirðu átt erfitt með að … • finna fyrir því þegar einhver knúsar þig (snertiskynið) • þekkja vini þína aftur (minnið) • spila fótbolta eða hjóla (hreyfigetan) • horfa á sjónvarpið (sjónin) • finna muninn á súru eða sætu bragði (bragðskynið). Er keðjan mátulega strekkt? Er keðjan vel smurð? Er keðjuhlíf á hjólinu? Eru dekkin heil og með góðu munstri? Er nóg loft í dekkjunum? Eru bremsurnar í lagi , bæði að aftan og framan ? Er rautt ljós aftan á hjólinu (notað í skertu skyggni)? Er ljós framan á hjólinu, annað hvort hvítt eða gult (notað í skertu skyggni)? Eru endurskinsmerki á fótstig- unum ? Eru endurskinsmerki á teinunum (teinaglit)? Eru glitaugu á hjólinu: rautt að aftan og hvítt að framan ? Virkar bjallan ? Er lásinn í lagi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=