Á ferð og flugi í umferðinni

11 Vissirðu að til eru lög um reiðhjól og hvernig hjólreiðamenn eiga að haga sér í umferðinni? Sem hjólreiðamaður þarftu að kunna flestar sömu umferðarreglur og bílstjórar. Hér koma nokkur atriði í lögunum sem þú þarft að hafa í huga: Ef nokkrir eru að hjóla saman eiga þeir að hjóla í einfaldri röð hver á eftir öðrum til þess að skapa ekki hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Leyfilegt er að hjóla á gangstétt eða gangstíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á að víkja fyrir gangandi vegfarendum á slíkum stöðum. Hjólreiðamaður á að jafnaði að hafa fætur á fót- stigum og a.m.k. aðra hönd á stýri. Læsa skal reiðhjóli þegar það er ekki í notkun og ganga þannig frá því að ekki stafi hætta eða truflun af. Þeir sem hjóla úti í umferðinni (á götu) eiga að halda sig hægra megin á akreininni. Börn undir 12 ára aldri ættu alltaf að hjóla á gangstéttum og göngu- og hjólreiðastígum. Ekki má reiða farþega á reiðhjóli. Hjólreiðamaður eldri en 15 ára má þó reiða barn yngra en 7 ára ef barninu er ætlað sérstakt sæti á hjólinu. Sums staðar er notkun reiðhjóla bönnuð á gang- stéttum og er þá vakin athygli á því með viðeig- andi skilti. Allir eiga að nota hlífðarhjálma við hjólreiðar og það er skylda fyrir börn yngri en 15 ára.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=