Á ferð og flugi í umferðinni

10 Eru ökumennirnir í hverfinu þínu góðir ökumenn? Fara allir eftir umferðar- reglunum? Nú er kominn tími til að kanna hvort allir séu með beltin spennt, börnin í barnabílstólum og ljósin kveikt, svo eitthvað sé nefnt. Stoppa allir þar sem stöðvunarskylda er? Þetta og margt fleira er hægt að kanna með einföldum hætti. Gerið í sameiningu lista yfir þau atriði sem þið ætlið að kanna og skiptið svo á milli ykkar atriðunum áður en þið farið út og dreifið ykkur í hópum á þrjá eða fjóra staði í nágrenni skólans. Hvernig hefur hópurinn þinn hugsað sér að kynna niðurstöður sínar fyrir hinum í bekknum? Hægt er að búa til veggspjald , kynna niðurstöðurnar munnlega , vinna skífurit úr þeim, skrifa skýrslu , útbúa glærusýningu eða upplýsingabækling . Eða finna einhverja allt aðra leið. Við í mínum hópi ætlum að kynna niðurstöður okkar með því að: Í hópnum mínum eru: Við ætlum að kanna: Við verðum staðsett: Hvenær fer könnunin fram? Dagsetning: __________________ Tími: __________________ Hér geturðu búið til töflu eða dálka til að merkja við atriðin sem þú ætlar að kanna:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=