Trunt, trunt og tröllin - rafbók

97 um hagi þína, segir hann, veit ég að þú ert harms- fullur af því að þú færð ekki að eiga Rósamundu hina fríðu fyrir föður þínum vegna þess að hún er tornæm til munns og handa. Kóngsson sagði það satt vera og bað hann í öllum bænum að hjálpa sér fyrst hann væri svo fróðlega að þessu kominn . Tók þá komumaður upp hjá sér járntein lítinn og segir að kóngsson skuli fá Rósa- mundu teininn og skuli hún þegar hún læri eitthvað til munnsins leggja hann á tunguna á sér en þegar hún vilji nema eitthvert handbragð skuli hún hafa teininn milli fingranna og muni hún á svipstundu nema hvort tveggja og kunna síðan. Kóngsson spyr hvað hann vilji hafa fyrir þetta. Hinn segir að þetta sé svo lítill greiði að ekki taki því að setja upp á það enda muni hann koma til Rósamundu eftir þrjú ár og eigi hún þá að fá sér aftur teininn og segja sér hvað hann heiti. Ef hún geti það muni hún muna eins eftir sem áður allt sem hún hafi lært þó hún skili sér teininum. – En ef hún getur það ekki mun ég sækja hana sjálfa með teininum að þremur árum liðnum og er hún þá mín eftir það en nafn mitt er Rigdín-Rig- dón. Töfrateinninn Kóngsson þakkar honum mikillega þessar tillögur sínar og kveður hann síðan. Gengur hann svo heimleiðis miklu léttari í skapi og hugfestir nafn mannsins. Eftir þetta fær kóngsson því framgengt hjá föður sínum og móður að þau lofa honum að sækja Rósamundu og reyna að láta kenna henni kvenlegar listir en með því skilyrði að ef hún geti ekkert numið skuli hann ekki hugsa á eiginorð við hana. Þetta gera þau nú statt og stöðugt og fer svo kóngsson eftir Rósamundu með fríðu föru- neyti, flytur hana heim til kóngshirðar, fær henni teininn og segir henni hvernig hún skuli nota hann. En af fögnuðinum yfir því að hann var búinn að fá hana heim til hirðarinnar gleymir hann alveg nafni mannsins sem hann hafði hitt á skóginum. Eru nú Rósamundu fengnir kennarar og konur sem hún átti að nema af til munns og handa og þarf ekki að orðlengja það að henni var allt í augum uppi hvort sem var til bókarinnar eða handanna. tornæm : á erfitt með að læra orðlögð : víðkunn, fræg atgervi : miklir hæfileikar sinnti lítið glaðværðum : tók lítinn þátt í skemmtunum merkur, mörk : skógur, víðavangur verðleikar : kostir, góðir eiginleikar fróðlega að þessu kominn : vissi svo mikið um það nema : læra hugfestir : leggur á minnið eiginorð : hjónaband

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=