Trunt, trunt og tröllin - rafbók

96 Helgisögur 36. Rósamunda S ö g u g l u g g i E inu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu sér einn son og greinir ekki frá nafni hans. Hann ólst upp sem aðrir kóngssynir að hon- um voru kenndar allar íþróttir og reistur kastali og ekkert til sparað sem hafa þurfti enda þótti hann afbragð annarra manna. Í þessu sama ríki var höfð- ingi einn sem átti dóttur undurfríða, hún hét Rósa- munda. Þó að hún væri væn og kurteis þótti sá ókostur við hana að henni varð ekkert kennt hvorki til munns né handa, svo var hún tornæm og ólagin. En orðlögð var hún um allt fyrir fríðleika sakir. Kóngssonur sá hana einu sinni og varð þegar fanginn af fegurð hennar og hún ekki síður af list- um hans og atgervi . Kóngsson kemur eftir það að máli við föður sinn og segist vilja biðja sér konu. Kóngur spyr hvar hann horfi á um það mál. Kóngs- son segir honum að hann vilji enga konu eiga nema Rósamundu. Faðir hans biður hann að nefna það aldrei því hún sé bæði heimsk og fákunnandi sem sögur fari af. Það sæmi ekki að velja sér þá konu fyrir drottningarefni auk þess sem hún sé af ógöf­ ugri ættum komin en hann. Kóngsson vildi ekki deila við föður sinn um þetta en gat þó ekki hætt að hugsa um Rósamundu og varð eftir þetta mjög þunglyndur, fór einförum og sinnti lítið glaðværð- um . Rigdín-Rigdón Einu sinni var hann einn á reiki út um merkur og skóga og var að hugsa um sinn hag áhyggjufullur. Kemur þá til hans lágur maður rauðskeggjaður og spyr hann hví kóngssonurinn sé þar einn á reiki og sé það ekki samboðið tign hans og verðleikum eða hvað að honum gangi. Kóngsson sagði að hann mundi lítið bæta úr skák fyrir sér þó hann segði honum raunir sínar. Komumaður sagði að hann vissi þó ekki nema hann gæti bætt úr því sem hon- um þætti. – Og til þess að sýna þér að ég er ekki alls ófróður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=