Trunt, trunt og tröllin - rafbók

95 frelsa son sinn úr þeirri hættu sem honum sé búin. Prestur sá fer þegar með henni og hefur með sér marga menn því tíða fólk var ekki farið frá honum. En þegar þeir koma að Hruna var kirkjan og kirkju- garðurinn sokkinn með fólkinu í en þeir heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörðinni. Enn sjást rök til þess að hús hafi staðið uppi á Hrunanum en svo heitir hæð ein er bærinn dregur nafn af sem stendur und- ir henni. En eftir þetta segir sagan að kirkjan hafi verið flutt niður fyrir Hrunann þangað sem hún er nú. Enda er sagt að aldrei hafi verið dansað síðan á jólanóttina í Hrunakirkju. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Finndu Árnessýslu á landakortinu. Finndu tvo kaupstaði þar. 2. Hvaða vana hafði prestur á jólanótt? 3. Til hvaða ráðs tók móðir prestsins? 4. Hver urðu örlög prestsins? embættaði : messaði forspár : getur sagt fyrir um óorðna hluti reisur : ferðir hirðar : menn óefni : vandræði vandkvæði : erfiðleikar, hindrun tíðir (hér): guðsþjónusta, bæna- lestur á tilteknum tímum rök til þess : merki um það Hrunadansinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=