Trunt, trunt og tröllin - rafbók

94 Helgisögur 35. Dansinn í Hruna S ö g u g l u g g i E inu sinni til forna var prestur í Hruna í Árnes- sýslu sem mjög var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Það var ávallt vani þessa prests þegar fólkið var komið til kirkju á jólanóttina að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðrar ósæmilegar skemmtanir langt fram á nótt. Presturinn átti gamla móður sem Una hét. Henni var mjög á móti skapi þetta athæfi sonar síns og fann oft að því við hann. En hann hirti ekkert um það og hélt uppteknum hætti í mörg ár. Eina jólanótt var prestur lengur að þessum dans- leik en venja var. Fór þá móðir hans, sem bæði var forspá og skyggn, út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og taka til messu. En prestur segir að enn sé nægur tími til þess og segir: – Einn hring enn, móðir mín. Móðir hans fór svo inn aftur úr kirkjunni. Þetta gengur í þrjár reisur , að Una fer út til sonar síns og biður hann að gá að guði og hætta heldur við svo búið en verr búið. En hann svarar ávallt hinu sama og fyrr. En þegar hún gengur fram kirkjugólfið frá syni sínum í þriðja sinn heyrir hún að þetta er kveðið og nam vísuna: Hátt lætur í Hruna, hirðar þangað bruna, svo skal dansinn duna, að drengir megi það muna. Enn er hún Una, og enn er hún Una. Einn hring enn Þegar Una kemur út úr kirkjunni sér hún mann fyrir utan dyrnar. Hún þekkti hann ekki en illa leist henni á hann og þótti víst að hann hefði kveðið vís- una. Unu brá mjög illa við þetta allt saman og þyk- ist nú sjá að hér muni komið í óefni og þetta muni vera djöfullinn sjálfur. Tekur hún þá reiðhest sonar síns, ríður í skyndi til næsta prests og biður hann koma og reyna að ráða bót á þessu vandkvæði og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=