Trunt, trunt og tröllin - rafbók

91 kvörnina og hann þættist nógu auðugur fyrir vildi hann gera bróður sínum það til geðs að láta hann fá hana fyrir aleigu hans. Gera þeir svo kaupin og flytur hjáleigubóndinn heim og sest þar að öllu sem bróðir hans átti eins og það var. En hinn bróðirinn kaupir sér skip, stígur þar á með konu og börn og hefur ekkert með sér nema kvörnina og þóttist þó hafa vel veitt. Þegar þau eru komin nokkuð frá landi ætlar hann að láta kvörnina mala handa þeim nauðsynjar þeirra og hafði upp formálann: Malaðu hvorki malt né salt og malaðu í drottins nafni. En kvörnin stóð hvernig sem hann fór að og hvað sem hann sagði. Reiddist hann þá kvörninni og sagði í bræði sinni: Malaðu bæði malt og salt og malaðu í djöfuls nafni. Tók þá kvörnin til og malaði bæði malt og salt svo að skipið varð drekkhlaðið og af því engin ráð voru til að stöðva kvörnina lauk svo að skipið sökk með öllu saman og hefur aldrei sést neitt eftir af því. En haft er það eftir kölska að hann hafi orðið feginn eigendaskiptum kvarnarinnar því þar hafi hann fengið sex sálir fyrir eina. En það er frá fyrra kvarnareigandanum að segja að hann hafði jafnan nógan auð eftir að hann sleppti kvörninni. Fór hann þá að hugsa fram í veginn fyrir sig og sálu sinni, tók tvö munaðarlaus fósturbörn, mannaði þau vel og arfleiddi að öllu sínu eftir sinn dag og konu sinnar. Og voru þau hjón mestu láns- menn síðan alla ævi. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Af hverju fékk ríki bróðirinn höfuðbólið? 2. Hvers vegna vildi fátæki bróðirinn gefa kölska lærið? Endursegðu. 3. Hvernig komst ríki bróðirinn að því að hinn ætti kvörn sem malaði gull? 4. Af hverju vildi fátæki bróðirinn láta kvörnina af hendi? 5. Hvað varð ríka bróðurnum að falli? 6. Berðu bræðurna saman. Hver eru einkenni þeirra sem persóna? mæliker : ílát til að mæla í laggir, lögg : gróp í tunnu­ stöfum þar sem tunnubotn- inn er felldur í að færa út kvíarnar : efla starfsemi sína, auka umsvif að fala : biðja um e-ð, fala e-ð til kaups

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=