Trunt, trunt og tröllin - rafbók
90 Helgisögur mikið gull þau eigi. Það segir hún sér þyki óþarfi, þeim sé nóg að þau eigi miklar nægtir af því sem öðru. Bóndi var þó ekki í rónni með það fyrr en hann fann ráð til að vita þetta og var það með því móti að mæla gullið í mælikeri . En af því þau áttu ekkert mælikerið sjálf brá hann sér heim til bróður síns og bað hann að ljá sér mæliker. Bróðir hans segir konu sinni að ljá honum það. Hún tekur mælikerið en hugsar með sér hvað það muni geta verið sem hann ætli að mæla. Tekur hún þá kvoðu og lætur renna í laggirnar á kerinu og fær svo mági sínum. Hann fer og mælir gullmélið og þegar hann er búinn að því skilar hann mælikerinu aftur. Mágkona hans fer að gá að kerinu þegar hann er farinn og sér að gullsandur er fastur í öllum lögg- unum á því gengur hún svo með það til manns síns, sýnir honum og segir að bróðir hans mæli gull þar sem þau mæli korn. Hann segist og hafa tekið eftir því að bróðir sinn hafi aldrei beðið sig neins núna lengi síðan hann hafi fengið hjá sér uxalærið og eitt- hvað muni þau hafa í hjáleigunni því þau séu orðin sælleg og farin að færa út kvíarnar . Húsmóðirin biður mann sinn að grennslast eftir hvernig á þessu standi því ekki sé einleikið með þessa velsæld mágs síns. Forvitnin Ríki bróðirinn fer nú af stað því honum var annt um að vita hvernig bróðir sinn hefði komist að þessum auði. Þegar þeir finnast spyr heimabóndinn hann hvað hann hafi verið að mæla og segir hinn honum satt frá því. Ríki bróðirinn spyr hvernig á þessu standi. Hinn segir að kölski hafi gefið sér kvörn sem mali allt sem nöfnum tjái að nefna eftir for- málanum sem hann segir honum einnig frá, fyrir það að hann hafi fært honum uxalærið sem hann hafi sent sig með til hans fyrir nokkru. Heimabóndinn kannaðist ekki við að hann hefði nokkurn tíma sent bróður sinn til fjandans heldur hefði hann gefið honum lærið. – Nei, nei, segir hinn. Þú skipaðir mér að fara með það til fjandans og það gerði ég, fyrir það gaf hann mér kvörnina og síðan hef ég hvorki verið kominn upp á þig né aðra. Eftir það skildu þeir og gekk bóndi heim heldur hugsandi og sagði konu sinni frá öllu. Þau öfunduðu nú hjáleigubóndann af kvörninni og voru lengi að velta því fyrir sér hvern- ig þau ættu að fara að því að fá hana. Loksins datt þeim í hug að bjóða hjáleigubóndanum alla aleigu sína fyrir hana, skyldu þau svo kaupa sér skip og fara úr landi með kvörnina. Ágirndin Heimabóndi fer nú og falar kvörnina af bróður sín- um. En hann var tregur til þess. Bróðir hans býður honum þá alla aleigu sína og höfuðbólið með. Hinn sagði að sér væri ekkert annt um að fá höfuðbólið því hann gæti keypt sér jafngóða jörð nær sem hann vildi en af því bróðir sinn legði svo sterkar fölur á
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=