Trunt, trunt og tröllin - rafbók
89 sér þangað ef honum væri kunnug leiðin. Hnoðað Hinn ókunnugi sagði að sér væri sú leið reyndar ókunnug en þó skyldi hann leggja það til með honum að fá honum hnoða sem hann skyldi halda í endann á og mundi það renna á undan honum þangað til hann kæmi að hól einum. Þar skyldi hann ljósta á sprota sem hann fékk honum, mundi þá hóllinn opnast og skyldi hann snara lærinu í gapið sem yrði á hólnum en vara mætti hann sig að vera ekki mjög nærri gapinu. Þá mundi hann sjá koma upp í gapið tvær kvarnir , aðra hvíta en hina svarta og skyldi hann taka þá hvítu en skipta sér ekkert af hinni. Svo skyldi hann taka hnoðað og láta það renna á undan sér eins og áður og halda heimleiðis með kvörnina. Fátæki bróðirinn þakkar manni þessum tillögur sínar, kveður hann og heldur svo áfram. Nú fór allt eins og maðurinn hafði sagt honum fyrir: Hann finnur hólinn, opnar hann með sprotanum, fleygir uxalærinu og segir: – Taktu við, fjandi, hann bróðir minn sendir þér lærið að tarna. Koma þá upp kvarnirnar og nær hann þeirri hvítu og held- ur á stað á eftir hnoðanu þangað sem hann hafði áður mætt manninum og var hann þar enn fyrir. Fátæki bróðirinn heilsar honum og spyr hvað hann eigi að gera við kvörnina. Hinn segir að hann skuli búa til utan um vænan og rúmgóðan kvarnarstokk og koma henni vel fyrir á hentugum stað og mun hún mala af sjálfsdáðum allt sem hann mæli fyrir og þurfi hann ekki annað en hafa þennan formála: Malaðu hvorki malt né salt og malaðu í drottins nafni. Kvörnin Eftir það skildu þeir og þakkaði fátæki bróð- irinn hinum innilega tillögur hans við sig. Svo kemur hann heim og segir konu sinni allt af sínum ferðum. Fer hann svo til og smíðar vænan kvarnarstokk, mesta bú- mannsþing, og setur til kvörnina. Malar hún allt sem hann mælir fyrir, matvæli og allar nauðsynjar þeirra hjóna, svo þau hafa alls- nægtir. Einu sinni hugsar bóndi með sér að gaman væri nú að eiga skildingaráð þó þau þurfi þeirra ekki við þar sem þau hafi nóg af öllu. Hann mælir þá svo fyrir að kvörnin mali gull og hefur allan sama formála sem áður er sagt. Kvörnin tók til að mala og mal- aði eintómt gull. Þetta bragð lék hann hvað eftir annað svo hann varð á skömmum tíma vellauðugur maður af gulli. Þá segir hann við konu sína að sér leiki hugur á að vita hve hnoða (hvk): hnykill sproti : lítil grein, stafur gap : op kvörn : mylla, mölunartæki kvarnarstokkur : kassi sem kvarnarsteinninn snýst í skildingaráð : fjárráð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=