Trunt, trunt og tröllin - rafbók

88 Helgisögur er þó að nauða við hann þangað til hann tekur ann- að uxalærið, fleygir því í hann og segir: – Farðu til fjandans með lærið að tarna. Lærið Hinn tekur lærið og fer með það heim. Þegar konan hans sá það varð hún glöð við og skildi þó síst í því bróðir hans var svona stórtækur og ætl- aði að fara sem fyrst að koma því í pottinn. Maður hennar bað hana að bíða svolítið við, hann bróðir sinn hefði ekki gefið sér það, heldur hefði hann skipað sér að fara með það til fjandans. Lang- aði hann ekki til að stela því úr sjálfs síns hendi frá skrattanum og biður hana að fá sér nesti og nýja skó því hann ætl- aði undireins af stað með það til kölska. Konan bað hann að vera ekki að heims- kunni þeirri arna, hann bróðir hans hafi vissu- lega gefið honum lærið þó hann hafi tekið svona til orða af því honum hafi runnið í skap af nauðinu úr honum. Bóndi segir að hún megi leggja það út eins og hún vilji en hann ætli sér að fara með lærið eins og fyrir sig hafi verið lagt. Býr hún svo mann sinn sem best hún gat. Eftir það fer hann og gengur lengi lengi en veit ekki hvert hann á að halda til að hitta kölska. Loksins mætir honummaður á vegi og spyr hann hvað hann sé að fara með nautslærið að tarna á bakinu. Hinn segist eiga að fara með það til fjandans. Ókunnugi maðurinn spyr hvort hann viti hvar kölski haldi sig. Hinn segir nei og bað hann í öllum bænum að vísa Skyldi hann halda í endann á hnoðanu og fylgja því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=