Trunt, trunt og tröllin - rafbók

Álfar og huldufólk „Af álfum var þar nóg,“ segir í kvæði sem allir þekkja. Trúin á álfa og huldu- fólk hefur lengi verið rík með þjóðinni og eru um það ótal sögur. Eru þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Álfarnir eru ýmist ljósir eða dökkir, hjálpsamir eða hrekkjóttir, góðir eða vondir. Huldufólkið býr í steinum, hólum og klettum og hefur útlit manna en er ósýnilegt. Betra er að hafa það með sér en móti og menn skyldu varast að styggja álfa eða huldufólk. Hins vegar eiga þessar verur það til að launa mönnum góðverk ríkulega. Margar sögur eru af álagablettum þar sem álfar og huldufólk búa. Fyrsta sagan fjallar einmitt um slíkan blett. Sögurnar í fyrsta kaflanum lýsa frekar neikvæðum viðskiptum við þessar verur nema sú síðasta. Hún er um góð- an, hvítklæddan dverg sem býr í steini og hjálpar ungum dreng í mann- heimum. Í lokin er svo kvæði um unga stúlku sem er lokuð inni í steini og dreng sem reynir að frelsa hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=