Trunt, trunt og tröllin - rafbók
87 33. Malaðu hvorki malt né salt S ö g u g l u g g i E inu sinni var ríkismaður. Hann átti eitthvert mesta höfuðból sem hann sat á sjálfur. Hann átti konu og með henni tvo syni uppkomna og kvongaða þegar þessi saga gerðist. Annar þeirra var auðsæll sem faðir hans og átti fjögur börn en hinn var fátækur og lifði mest á því sem hann fékk úr föðurgarði. Þegar faðir þeirra dó fóru bræðurnir að skipta með sér arfi. En svo fóru leikar með skiptin að auð- maðurinn hreppti höfuðbólið og nálega allar eigur aðrar því honum þótti bróðir sinn vera búinn að taka út arf sinn í bitum og sopum á undan. Eftir það settist ríki bróðirinn á höfuðbólið og kom bróðir hans oft heim úr hjáleigunni að hitta hann og bað hann sem foreldra sína áður um það sem hann vanhagaði um í þann og þann svipinn. Oftast lét bróðir hans eitthvað af hendi rakna við hann en jafnan með illu og treindi svo í honum lífið og konu hans. Einu sinni slátraði ríki bróðirinn ógnarvænum uxa. Þá hugsaði hinn sér til hreyfings að nú skyldi hann biðja bróður sinn um bita. Kona hans latti hann þess og sagði að hann mundi ekki fá hjá hon- um annað en ónotin ein. Hann sagðist ekkert gefa um það og fór svo heim hvað sem hún sagði þegar nýbúið var að lima sundur uxann og limirnir lágu á borðum á blóðvellinum. Ríki bróðirinn var á vakki þar í kring þegar hinn kemur. Fátæki bróðirinn biður hann að gefa sér ket í eina súpu því nú hafi hann nóg fyrir framan hend- urnar og eigi hægt með það. Ríki bróðirinn snýst illa við því og segir að hann gefi honum ekkert, það komi ekki til mála með það, hann hafi ekki ætlað að láta uxann sinn skella í skoltinum á honum. Hinn kvongaður : giftur auðsæll : auðugur, gróðasæll hjáleiga : kot, upphaflega leiguland, leigt út frá annarri jörð vanhaga um : vanta lét af hendi rakna : lét hann fá, lagði fram e-n skerf latti hann : dró úr honum, hvatti ekki skoltur : kjaftur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=