Trunt, trunt og tröllin - rafbók

86 Helgisögur Kristur sjálfur og spyr hvað hún sé að fara. Hún mælti þá auðmjúk: – Ég ætlaði að biðja þig, lausnari minn góður, að lofa vesalings sálinni þeirri arna inn fyrir dyrnar. Kristur svaraði: – Það er hann Jón. Nei, kona, hann trúði ekki á mig. Sögulok Í sama bili er hann að láta hurðina aftur en kerla var þá eigi sein á sér heldur snaraði skjóðunni með sálinni í fram hjá honum svo hún fauk langt inn í himnaríkishöll en hurðin skall í lás. Létti þá steini af hjarta kerlingar er Jón var eigi að síður kominn í himnaríki og fór hún við það glöð heim aftur og kunnum vér eigi meira frá henni að segja né heldur hvernig sál Jóns reiddi af eftir það. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Hvers vegna setti kerling sálina í skjóðu? 2. Rifjaðu upp söguna af því þegar Pétur afneitaði Jesú þrisvar. Hana er m.a. að finna í bókinni Upprisan og lífið . 3. Kynntu þér ofsóknir Páls gagnvart kristnum mönnum áður en hann varð kristinn. Leitaðu á bókasafni, í kristinfræðibókum, á netinu. Skráðu helstu niðurstöður. 4. Með hvaða ráðum kom kerling sálinni hans Jóns inn í himnaríki? 5. Hvaða hug bar kerling til Jóns?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=