Trunt, trunt og tröllin - rafbók

85 og þá kemur Sankti Páll út. Hún heilsar honum og spyr hann að heiti en hann segir til sín. Hún biður hann þá fyrir sálina hans Jóns síns en hann kvaðst eigi vilja vita af henni að segja og kvað Jón hennar engrar náðar verðan. Þá reiddist kerling og mælti: – Ég vænti þú hafir verið verðari fyrir náðina , Páll, þeg- ar þú forðum varst að ofsækja guð og góða menn. Ég held það sé best, að ég hætti að biðja þig. Páll læsir nú sem skjótast. En er kerling ber í þriðja sinn að dyrum, kemur María mey út. – Sælar verið þér, heillin góð, segir kerling, ég vona þér lofið honum Jóni mínum inn, þótt hann Pétur og hann Páll vilji eigi lofa það. – Því er miður, góðin mín, segir María, ég þori það ekki af því hann var þvílíkt ótæti , hann Jón þinn. – Og ég skal ekki lá þér það, segir kerling, ég hélt samt þú vissir það að aðrir gæti verið breyskir eins og þú eða manstu það nú ekki að þú áttir eitt barnið og gast ekki feðrað það? María vildi ekki heyra meira heldur læsti sem skjótast. Í fjórða sinn knýr kerling á dyrnar. Þá kom út Skjóðan með sálinni flaug langt inn í himnaríkishöll. ódæll : erfiður, óvinsæll síúðrandi : sívinnandi vitin : munnur og nef drepur á dyr : bankar á dyrnar verðari fyrir náðina : átt fremur skilið náð guðs ótæti : óhræsi, þrjótur, úrþvætti breyskir : veikir fyrir freistingum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=