Trunt, trunt og tröllin - rafbók

Helgisögur Helgisögur þjóðsagnanna eru ekkert mjög heilagar. Þær fjalla oft um baráttu góðs og ills og tengjast gjarnan guði, Jesú eða englum en einnig púkum og illum vættum og svo er kölski sjaldan langt undan. Sálin hans Jóns míns er kannski frægust sagna í þessum flokki. Kerl- ingu þykir svo vænt um karl sinn að hún ákveður að koma sálu hans sjálf inn í himnaríki. Hún óttast, réttilega, að karl muni eiga erfitt með að fá inngöngu. Svo segir frá ólíkum bræðrum. Annar er ein- faldur og góðgjarn en hinn ágjarn og illur viðskiptis. Sá fyrrnefndi fær hjálp frá veru sem býr í hól nokkrum en allt er það þó í drottins nafni. Þá er saga af englum dauðans sem fara um landið og velja sér bæi til að heimsækja. Hrunadansinn og Rósamunda fjalla báðar um viðskipti manna við kölska og myrkar verur. Sú fyrri á nokkuð vel við nú á tímum, a.m.k titillinn. Í lokin eru tvær litlar sögur um það þegar kölski fer að reyna að herma eftir guði og gerist skapari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=