Trunt, trunt og tröllin - rafbók

81 31. Nátttröllið S ö g u g l u g g i Þ að var á einum stað að sá sem gæta átti bæjar- ins á jólanóttina meðan hitt fólkið var við aftansöng fannst annaðhvort dauður að morgni eða æðisgenginn . Þótti heimamönnum þetta illt og vildu fáir verða til að vera heima á jólanóttina. Einu sinni býðst stúlka ein til að gæta bæjarins. Urðu hinir því fegnir og fóru burtu. Stúlkan sat á palli í baðstofu og kvað við barn sem hún sat undir. Um nóttina er komið á gluggann og sagt: „Fögur þykir mér hönd þín, snör mín en snarpa , og dillidó .“ Þá segir hún: „Aldrei hefur hún saur sópað, ári minn Kári og korriró .“ Þá er sagt á glugganum: „Fagurt þykir mér auga þitt, snör mín en snarpa og dillidó.“ aftansöngur : síðdegismessa æðisgenginn : vitstola, ofsa- fenginn snör : kona snarpur : ákafur, mikill ári : sendiboði, púki, illur andi dillidó, korriró : raulorð til að róa og svæfa börn Nátttröll kom á gluggann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=