Trunt, trunt og tröllin - rafbók

80 Tröll – Ekki vil ég neflausa stúlku, sagði hann, og sýn mér fleiri dætur þínar, karl. – Engar á ég fleiri, sagði hann. – Það er ekki satt, segir konungs- son. – Nauðugur er ég að sýna þér öskustelpu sem kölluð er dóttir mín því að ekki mun þér þykja hún girni- leg. – Láttu hana þó koma, sagði kon- ungsson. Nú skipar karl Helgu að koma fljótt út því að konungsson vildi sjá hana. Þá lýkur Helga upp kistlinum sem kýrin gaf henni en þar voru þá í tveir drottningar skrúðar , annar lagð- ur með silfurvír en hinn með gullvír. Hún klæddi sig hinum silfurlagða, tók kistilinn undir hönd sér og gekk út. Þegar konungsson sá hana þótti honum stúlkan hin fríðasta, tók í hönd henni og leiddi með sér af stað en kvaddi engan. Sagði hann þá Helgu að hann væri hrúturinn sem hún hefði rúið. – Vorum við þrjú systkin í álögum vondrar stjúpu og áttum aldrei að komast úr þeim fyrr en einhver gerði það sem við báðum þig. Nú frelsaðir þú okkur öll úr álögunum og vil ég launa þér með því að eiga þig. Síðan fór hann með hana heim í ríki sitt og gekk að eiga hana. Ríktu þau þar bæði vel og lengi. Þau áttu börn og buru, grófu rætur og muru. Smjörið rann og roðið brann, sagan upp á hvern mann sem hlýða kann. Brenni ég þeim í kolli baun, sem ekki gjalda mér sögulaun, fyrr í dag en á morgun. Köttur úti í mýri, setti´ upp á sér stýri, úti´ er ævintýri. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Hvaða einkenni ævintýra hefur þessi saga? Skoð- aðu það sem sagt er um ævintýri fremst í bókinni. Skráðu helstu niðurstöður þínar. 2. Hvernig bjargaði Helga systkinunum úr álögum? nauðugur : tilneyddur skrúðar, skrúði : hátíðar- búningur álög : töfrum mögnuð áhrinsorð, ástand sem stafar af töfrum eða göldrum Hún klæddi sig silfurlagða skrúðanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=