Trunt, trunt og tröllin - rafbók

78 Tröll 30. Karlsdæturnar þrjár S ö g u g l u g g i E inu sinni voru karl og kerling. Þau áttu þrjár dætur sem hétu Ása, Signý og Helga. Þær Ása og Signý voru í eftirlæti en Helga út undan og lá í öskustó . Einhverju sinni dó eldurinn á bænum. Þá sagði karl Ásu að fara eftir eldi á einhvern bæ en langt var frá kotinu til allra bæja. Ása fór af stað og gekk lengi, þangað til hún fann hrút. Hann bað hana að rýja sig og binda ullina milli hornanna. – Það geri ég ekki, sagði Ása og hélt áfram. Þá fann hún strokk. Hann bað hana skaka sig og láta smjörið á lokið. Ekki vildi Ása gera það og hélt enn áfram. Þá hitti hún kú sem bað hana að mjólka sig og láta skjóluna milli hornanna. Ekki gerði hún það en gekk lengra þangað til hún kom að helli. Þar logaði eldur á skíðum og ketill yfir. Ása greip eldibrand, brauðköku og kjötstykki úr pottinum og hljóp sína leið. Skömmu seinna kom hellisbúinn heim en það var tröllskessa. Hún sá vegsummerki , að einhver hafði komið, og hljóp á eftir þjófnum. Þegar hún kom til kýrinnar, spurði hún: – Sástu ekki fox fox fara hér hjá? – Hér hljóp hún hjá með köku, kjötstykki og eldi- brand í hendi, sagði kýrin. Þá hljóp skessa þangað, sem strokkurinn var og spurði hann hins sama og kúna en hann svaraði eins. Þá hljóp skessan lengra og fann hrútinn. Hún spurði hann sem hin og fékk sama svar. Nú hleypur hún þangað til hún sér Ásu og eru þá komnar heim að garði. Þar tekur skessa af Það logaði eldur á skíðum og ketill yfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=