Trunt, trunt og tröllin - rafbók

75 Þegar skessan kom að bálinu segir hún: – Ekki skal þér þetta duga, strákur. Farðu og sæktu stóra nautið hans föður míns, stelpa, segir hún við minni skessuna. Hún fer og kemur með nautið. En nautið meig þá öllu vatninu sem það drakk úr móðunni og slökkti bálið. Legg ég á, og mæli ég um Nú sér karlsson, að skessan muni ná sér því hún var svo stórstíg. Þá segir hann: – Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín? – Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörð- ina, segir hún. Síðan segir hún við hárið: – Legg ég á, og mæli ég um, að þú verðir að svo stóru fjalli að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi. Varð þá hárið að svo háu fjalli að karlsson sá ekki nema upp í heiðan himininn. Þegar skessan kemur að fjallinu, segir hún: – Ekki skal þér þetta duga, strákur. Sæktu stóra borjárnið hans föður míns, stelpa! segir hún við minni skessuna. Stelpan fer og kemur með borj- árnið. Borar þá skessan gat á fjallið en varð of bráð á sér þegar hún sá í gegn, og tróð sér inn í gatið en það var of þröngt svo hún stóð þar föst og varð loks að steini í gatinu og þar er hún enn. En karlsson komst heim með Búkollu sína og urðu karl og kerling því ósköp fegin. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Hvaða skepnur áttu karl og kerling? 2. Hver var göldróttur í sögunni? 3. Hver var ráðagóður? 4. Hvað varð stóru skessunni að falli? 5. Hvaða einkenni ævintýra hefur þessi saga? Skoð- aðu það sem sagt er um ævintýri fremst í bókinni. legg ég á og mæli ég um : galdraorð; beina galdri, töfrum eða álögum að einhverjum móða : vatnsfall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=