Trunt, trunt og tröllin - rafbók
74 Tröll Þegar hann er kominn nokkuð á veg, sér hann hvar kemur ógnarstór tröllskessa á eftir sér og önn- ur minni með henni. Hann sér að stóra skessan er svo stórstíg að hún muni undir eins ná sér. Þá segir hann: – Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín? Hún segir: – Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörð- ina. Hann gerir það. Þá segir kýrin við hárið: – Legg ég á og mæli ég um að þú verðir að svo stórri móðu að ekki komist yfir nema fuglinn fljúg- andi. Í sama bili varð hárið að ógnastórri móðu. Þegar skessan kom að móðunni segir hún: – Ekki skal þér þetta duga, strákur. Skrepptu heim, stelpa, segir hún við minni skessuna, og sæktu stóra nautið hans föður míns. Ekki skal þér þetta duga, strákur Stelpan fer og kemur með ógnastórt naut. Nautið drakk undir eins upp alla móðuna. Þá sér karlsson, að skessan muni þegar ná sér, því hún var svo stór- stíg. Þá segir hann: – Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín? – Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörð- ina, segir hún. Hann gerir það. Þá segir Búkolla við hárið: – Legg ég á, og mæli ég um, að þú verðir að svo stóru báli að enginn komist yfir nema fuglinn fljúg- andi. Og undir eins varð hárið að báli. Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=