Trunt, trunt og tröllin - rafbók

71 Húsfreyja veit ei, hvað ég heiti Einu sinni seinna varð bónda gengið upp undir fjallið og kom hann á grjóthól einn stóran. Hann var að hugsa um raunir sínar og vissi varla af sér. Þá heyrist honum högg í hólnum. Hann gengur á hljóðið og kemur að smugu einni. Sér hann þá, hvar kona ein heldur stórvaxin situr að vef. Hefur hún vefinn milli fóta sér og slær hann mjög. Hún kvað fyrir munni sér þetta: – Hæ, hæ og hó, hó. Húsfreyja veit ei, hvað ég heiti. Hæ, hæ og hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hæ, hæ og hó, hó. Þetta lét hún alltaf ganga og sló vefinn í ákafa. Bóndi varð glaður við og þóttist vita að þetta mundi vera kerling sú sem hafði fundið konu hans um haustið. Hann fer síðan heim og ritar hjá sér á miða nafnið Gilitrutt. Ekki lét hann konu sína heyra það og kom nú hinn síðasti vetrardagur. Þá var hús- freyja mjög angurvær og fór hún ekki í klæði sín um daginn. Bóndi kemur þá til hennar og spyr hvort hún viti nafn vinnukonu sinnar. Hún kvað nei við og segist nú ætla að harma sig til dauða. Bóndi segir að þess þurfi nú ekki við, fékk henni blað með Hæ, hæ og hó, hó. Gilitrutt heiti ég. gat ekki að gjört : gat ekkert gert í málinu vaðmál : ullarefni ámálgaði : nefndi voð : ofið efni, vaðmálsdúkur útmánuðir : tveir til þrír seinustu mánuðir vetrar, einkum góa og einmánuður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=