Trunt, trunt og tröllin - rafbók

70 Tröll 27. Gilitrutt S ö g u g l u g g i E inu sinni bjó ungur bóndi austur undir Eyja- fjöllum. Hann var ákafamaður mikill og starf- samur. Þar var sauðganga góð og átti bóndi margt fé. Hann var nýkvæntur þegar þessi saga gerðist. Kona hans var ung en duglaus og dáðlaus. Hún nennti ekkert að gera og skipti sér lítið af búinu. Þetta líkaði bónda mjög illa en gat þó ekki að gjört . Eitt haust fékk hann henni ull mikla og bað hana að vinna hana til vaðmála um veturinn en konan tók ekki líflega undir það. Leið svo fram á vetur að konan tók ekki á ullinni og ámálgaði þó bóndi það oft. Kerling vill vinna ull Einu sinni kemur kerling ein heldur stórskorin til konunnar og bað hana að greiða eitthvað fyrir sér. – Geturðu unnið nokkuð fyrir mig í staðinn? segir konan. – Til er það, segir kerling, eða hvað á ég að vinna? – Ull til vaðmála, segir konan. Fáðu mér hana þá, segir kerling. Konan tekur þá ákaflega stóran ullarpoka og fær henni. Kerling tekur við sekknum, snarar honum á bak sér og segir: – Ég skal koma með voðina á sumardaginn fyrsta. – Hvað viltu hafa í kaup? segir konan. – Það er nú ekki mikið, segir kerling. Þú skalt segja mér nafn mitt í þriðju gátu og erum við þá sáttar. Konan játti því og fer nú kerling burtu. Líður nú fram veturinn og spyr bóndi hana oft hvar ullin sé. Hún segir hann það engu skipta en hann skuli fá hana á sumardaginn fyrsta. Bóndi lét sér fátt um finnast, og líður nú fram á útmánuði . Þá fer konan að hugsa um nafn kerlingar en sér nú engin ráð til að komast eftir því. Varð hún nú áhyggjufull og hugsjúk af þessu. Bóndi sér að henni er brugðið og bað hana segja sér hvað að henni gangi. Hún sagði honum þá upp alla sögu. Var þá bóndi hræddur og segir að nú hafi hún illa gjört því þetta muni tröll vera sem ætli að taka hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=